More selected projects

Swimslow

Erna Bergmann  

swimslow

Sýningarstaður
Héðinshús
Seljavegur 2
101 Reykjavík

Viðburður
23.03 | 21:00 - 23:00

Húsið opnar 20:30

Sundbolir í klassísku og áreynslulausu sniði, hannaðir af fatahönnuðinum og stílistanum Ernu Bergmann með sjálfbærni að leiðarljósi. Bolirnir eru framleiddir á Ítalíu úr endurunnum efnum úr sama héraði og framleiðslan fer fram, og lágmarkar þar með umhverfisáhrif.

Swimslow er nýtt sjálfbært sundafatamerki stofnað og hannað af Ernu Bergmann fatahönnuði og stílasta. Sundbolir Swimslow eru hannaðir á Íslandi og framleiddir á Ítalíu úr endurunnum efnum. Efni sundbolanna og framleiðsla þeirra fer fram í sama héraði á Ítalíu með áherslu á lágmarks áhrif á umhverfið. Hönnuðurinn, Erna Bergmann fékk innblástur úr reglulegum sundferðum í sína hverfislaug og heimsóknum í viðarsánuna. Swimslow leggur áherslu á að njóta þess að vera í núinu og bera virðingu fyrir umhverfinu. Hugmyndafræði Swimslow sprettur út frá baðmenninngu Íslendinga og trúir Swimslow ekki á sundfatatímabil - heldur telur það vera allan ársins hring. Sundbolirnir eru klassískir og áreynslulausir í sniðum og faðma kvenlíkamann í öllum sínum myndum án þess að vera of kynþokkafullir eða of sportlegir. Sundbolirnir eru úr sjálfbærum úrvalsefnum og er hugað að hverju smáatriði við hönnun og framleiðslu. Leggur Swimslow mikla áherslu á að láta konum líða vel og á gagnsæi yfir allt framleiðsluferlið - eða frá teikningu til lokaafurðar. Sundbolir Swimslow verða kynntir á HönnunarMars og verða fáanlegir eftir það á swimslow.com og í versluninni Yeoman á Skólavörðustíg. Hægt er að fylgjast með Swimslow á instagram síðu merkisins: swimslowstudios.


 

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/events/763613580463192/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]