HönnunarMars fer fram í tíunda sinn

Á hátíðinni sem fer fram dagana 15.-18. mars 2018 sameinast allar greinar hönnunar; fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafísk hönnun og vöruhönnun en á meðal viðburða ár hvert eru sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar. Dagskrá næsta HönnunarMars verður kynnt í febrúar 2018, en til upprifjunar má hér sjá dagskrá síðustu hátíðar. 

Lokað hefur verið fyrir umsóknir!

Lokað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku á HönnunarMars 2018. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir af íslenskum hönnuðum og arktitektum, en þátttakendur hátíðarinnar telja um 400 ár hvert. Aukinn fjöldi erlendra þátttakenda kemur til landsins með hverju ári og tekur þátt í HönnunarMars. Hægt var að sækja um þátttöku til og með 15. janúar 2018.

Vilt þú vera memm í HönnunarMars skúbbklúbbnum?

[unex_ce_button id="content_l6kcuoogg,column_content_1pjjhd3gl" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="20px" button_width="auto" button_alignment="right" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="0px" button_border_color="#ffffff" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#e0d5e9" button_border_hover_color="#ffffff" button_link="http://honnunarmars.is/postlisti/" button_link_type="url" button_link_target="_self" has_container="" in_column="1"]Skráðu þig á póstlista[/ce_button]

DesignTalks

DesignTalks ráðstefnan fer næst fram í Silfurbergi, Hörpu fimmtudaginn 15. mars 2018.  Dagurinn er skipulagður af Hönnunarmiðstöð Íslands með stuðningi frá Arion banka og Reykjavíkurborg. DesignTalks er einstakur viðburður þar sem framúrskarandi hönnuðir víðsvegar að úr heiminum taka til máls. Áhugafólk um nýjustu strauma og stefnur í hönnun og arkitektúr lætur daginn ekki framhjá sér fara.

Dagskrá DesignTalks 2018 verður kynnt í janúar 2018. Hægt er að kaupa miða hér.

Design Diplomacy

Í fyrsta sinn á nýafstöðnum HönnunarMars gafst gestum hátíðarinnar kostur á að fylgjast með og taka þátt í milliríkjasamskiptum á sviði hönnunar. Viðburðirnir eiga sér skýra fyrirmynd í Hönnunarviku Helsinki með því að sendiráð bjóða til samræðu um hönnun og hönnunartengd málefni með formerkjum alþjóðlegrar samvinnu.

Á HönnunarMars 2018 verða Design Diplomacy viðburðir aftur á dagskrá.

Viðburðirnir fara þannig fram að hönnuður frá landi gestgjafans ræða við íslenskan hönnuð með hjálp spurningarspjalda sem ætlað er að stýra umræðunum og hvetja  til óformlegrar samræðu að þeim loknum.

Á HönnunarMars 2017 fóru Design Diplomacy viðburðir fram í fjórum sendiráðum.

  • gallery-image
  • gallery-image
  • gallery-image
  • gallery-image
  • gallery-image

Kaupstefnan DesignMatch

Á DesignMatch mæta íslenskir hönnuðir erlendum kaupendum og framleiðendum á kaupstefnu.

Þar gefst hönnuðum tækifæri á beinum samskiptum við aðila sem annars getur reynst erfitt að ná til. Á kaupstefnunni kynna hönnuðir sjálfa sig og verk sýn, bæði ný og eldri. Markmiðið er að veita íslenskri hönnun brautargengi og stækka starfsumhverfi hönnuða. Samtal hönnuðar og kaupanda á deginum er upphaf að mikilvægum tengslum sem með áframhaldandi vinnu og viðhaldi getur þróast í dýrmætt samstarf.

[unex_ce_instagram id="content_sx3vz8uq4" count="23" span="span3" is_fluid="no" remove_gutter="no" target="lightbox" random="disabled"][/ce_instagram]

Follow the DesignMars on Instagram

[unex_ce_button id="content_un507lbas,column_content_8o5qaw41q" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="20px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#e0d5e9" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.instagram.com/designmarch/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="" in_column="1"]Instagram[/ce_button]