DesignTalks_HeroGIFDesignTalks_HeroGIF

DesignTalks | Silfurberg, Harpa
23.03.2017

DesignTalks 2017 skoðaði samband okkar við náttúruna, hvert við annað og okkur sjálf. Við könnuðum hvernig óvissa og óstöðugleiki knýr leit okkar að hinu tæra, sanna og því hráa. Leit að fegurð og jafnvel ljótleika. Hvernig við reynum að endurvekja tengslin við náttúruna og sjálfið með eflingu skilningavitanna í gegnum ósvikna reynslu, en líka með mótsagnakenndri hjálp tækninnar. Á sama tíma og borgir kljást við öran vöxt, íbúar takast á við mannmergð og nýja nágranna, er hvert og eitt okkar á harðahlaupum til bjargar sjálfum sér - og móður jörð. 

DesignTalks fer næst fram 15.03.2018. Þema og fyrirlesarar upplýsast hér á síðunni þegar nær dregur. Fylgist með.

Fyrirlesarar á DesignTalks 2017 voru

 • gallery-image
 • gallery-image

Alexander Taylor
Iðnhönnuður, ráðgjafi í nýsköpun

 • gallery-image
 • gallery-image

Ersin Han Ersin
Listrænn stjórnandi 

 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image

Paul Bennett
Chief Creative Officer

 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image

Elisa Pasqual & Marco Ferrari
Grafískur hönnuður, arkitekt 

 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image

Hlín Helga Guðlaugsdóttir
Listrænn stjórnandi DesignTalks

Alexander Taylor — adidas x Parley

Alexander Taylor er breskur iðnhönnuður, frumkvöðull og ráðgjafi í nýsköpun fyrir adidas, og hannaði nýverið strigaskóna adidas x Parley með fyrirtækinu, en yfirborð skónna er alfarið gert úr veiðarfærum og plastefnum sem áður menguðu sjó. Alexander stofnaði hönnunarstúdíó sitt 2002 og hóf ferilinn með hönnun húsgagna og ljósa fyrir þekkta framleiðendur á borð við Zanotta, Established & Sons og ClassiCon. Hann vann einnig að vörum fyrir David Gill Galleries og Alexander McQueen.

Alexander Taylor

 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image

Ersin Han Ersin — Marshmallow Laser Feast

Ersin Han Ersin er listrænn stjórnandi hjá Marshmallow Laser Feast sem er stúdíó sem nýtir tækn til að endurskilgreina mannlega skynjun, líkt og í þrívíddar verkinu ITEOTA. In the Eyes of the Animal sem nýverið hlaut WIRED Audi Innovation verðlaunin. Þverfagleg nálgun stúdíósins birtist í fjöldanum öllum af skapandi aðferðum og miðlum; innsetningum, vörpun, skúlptúrum, kvikmyndum og þrívídd. Stúdíóið hefur m.a. unnið verk fyrir hljómsveitina U2 og vörumerkið Nike. Ersin, sem er með bakgrunn í „visual communication“, hefur einnig starfað sem hönnuður og listrænn stjórnandi, m.a. með Imogen Heap.
@ersinhanersin
#ITEOTA

Marshmallow Laser Feast

Christien Meindertsma

Með áhugaverðri nálgun sinni á hönnun, vekur Christien Meindertsma okkur til umhugsunar um áhrif iðnbyltingarinnar á þróun framleiðsluhátta. Metnaðarfull bók hennar um svín, PIG 05049, vakti mikla athygli og hlaut margvíslegar viðurkenningar auk þess sem verk hennar hafa verið sýnd á MOMA (New York), The V&A (London), Cooper Hewitt Design museum (New York) og London Design Museum. Innsetning hennar Love and Fear í LDM fjallar um möguleika endurnýtingar á textíl. 

Christien Meindertsma

PIG 05049 Video

 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image

Paul Bennett — IDEO

Paul Bennett er Chief Creative Officer hjá IDEO starfar hjá hönnunarfyrirtæki sem hvetur hönnunarsamfélagið til að takast á við verkefni sem geta kunna að gagnast samfélaginu öllu. Ekkert viðfangsefni er því óviðkomandi; menntun, samgöngur og jafnvel endurskilgreining öldrunar eins og sjá má í nýlegu verkefni hans, The Powerful Now. Paul er eftirsóttur hönnuður og þaulreyndur fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Skrif hans birtast reglulega í fjölmiðlum á borð við the Financial Times, The Wall Street Journal, BBC, Harvard Business Review og The Guardian. Paul Bennett mun stýra DesignTalks 2017 í samstarfi við Hlín Helgu Guðlaugsdóttur. 
@pbennett101

IDEO

Michèle Degen

Michèle Degen er nýútskrifaður hönnuður frá Design Academy Eindhoven. Með einskæran áhuga á framþróun beitir hún hönnun sinni til að vekja fólk til umhugsunar um samfélagslegar venjur, norm og staðalímyndir. Michèle upphefur æxlunarfæri kvenna og vill eyða skömm tengdri náinni sjálfsskoðun og ást á eigin líkama. Hönnun hennar Vulva Versa er spegill gerður fyrir konur til að skoða eigin kynfæri og er speglinum ætlað að opna á samtal, ekki aðeins meðal kvenna, heldur meðal samfélagsins í heild, þar sem enn ríkja hugmyndir um að píkur eigi að fylgja ákveðnu normi. 

Michèle Degen

 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image

Elisa Pasqual & Marco Ferrari — Studio Folder

Studio Folder leggur áherslu á myndbirtingu hugmynda og hugtaka í gegnum fjölbreytt verk fyrir einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og gallerí um allan heim, m.a. The Solomon R. Guggenheim Foundation, The Serpentine Galleries og La Biennale di Venezia. Verkefni þeirra, Italian Limes fékk sérstaka viðurkenningu alþjóðlegu dómnefndarinnar á 14. Feneyjartvíæringnum í arkitektúr en það er gagnvirk sýning sem tekur fyrir þau svæði Alpanna, þar sem landamæri eru á sífelldri hreyfingu vegna hlýnunar jarðar og bráðnunar jökla. 

Studio Folder

Brynhildur, Ólöf Erla og Snæbjörn —Leitin að íslensku postulíni

Brynhildur, Ólöf Erla og Snæbjörn munu fjalla um samstarfsverkefni þeirra sem ber heitið Leitin að íslensku postulíni. Verkefnið tekur á tengingu okkar við náttúruna; hvernig jarðefni eru tekin úr samhengi sínu og umbreytt í ný efni og hluti, og hvernig sérstök jarðfræði Íslands flækir málin. Verkefnið er sýnt um þessar mundir á Listasafni Reykjavíkur Kjarvalsstöðum í sýningunni Dæmisögur – Vöruhönnun á 21.öld. Brynhildur, Ólöf Erla og Snæbjörn eru öll virk og virt innan sinna greina; hönnunar, keramik og jarðfræði. Brynhildur er einn okkar fremstu hönnuða, Ólöf Erla Bjarnadóttir hefur sýnt verk sín víða gegnum árin og Snæbjörn starfar við rannsóknarstörf. 

porcelain.is

 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image
 • gallery-image

Anna María Bogadóttir, Arkitekt

Anna María mun fjalla um sýninguna Virðisaukandi arkitektúr, en hún er einn þriggja sýningastjóra og hönnuða ásamt Theresu Himmer og Snæfríð Þorsteins. Sýningin er unnin fyrir SAMARK, samtök arkitektastofa og endurspegla verkefnin á sýningunni hvernig hús, byggingar, borgarrými og landslag eiga þátt í skapa betri ramma utan um daglegt líf okkar og eru virðisaukandi á fjölbreyttan en áþreifanlegan hátt. Anna María er arkitekt og menningarfræðingur. Hún er háskólakennari og hefur starfað á arkitekta- og borgarhönnunarstofum innanlans og utan og er annar stofnenda stofunnar ÚRBANISTAN sem fæst við hönnun, ráðgjöf, rannsóknir og miðlun á sviði manngerðs umhverfis.

Hlín Helga Guðlaugsdóttir
Listrænn stjórnandi DesignTalks

Hlin Helga er hönnuður og ráðgjafi í design thinking hjá Capacent. Hún hefur verið sjálfstætt starfandi hönnuður og sýningastjóri síðasta áratug auk þess að fást við kennslu og rannsóknir í háskólum víða um heim. Hlín Helga hefur sérhæft sig í upplifunarhönnun og samfélagsmiðaðri hönnun sem og þverfaglegu hönnunarleiddu samstarfi til nýsköpunar og framþróunar og hefur verið sýningastjóri fjölda viðburða og sýninga innanlands og utan. Hlín er einnig fellow hjá hugveitunni W.I.R.E.

 • gallery-image

DesignTalks er skipulagður af Hönnunarmiðstöð Íslands með stuðningi frá Arion banka og Reykjavíkurborg.