Algengar spurningar
HönnunarMars er hönnunarhátíð á Íslandi þar sem framsækin hönnun og nýjungar leiða saman sýnendur og gesti. HönnunarMars boðar nýjungar og óvænta nálgun. Hátíðin er haldin árlega, lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið.
Dagskrá HönnunarMars fer í loftið mánuði fyrir hátíð. Þá má finna viðburði hvers dags undir flipanum “viðburðir.”
Sýningar og viðburðir hátíðarinnar eru staðsettir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Alla viðburði HönnunarMars má finna á korti hér á heimasíðunni, undir flipanum “kort”. Smellið á punktinn til að sjá frekar upplýsingar um viðkomandi sýningu/viðburð.
Undir flipanum “svæði” verður hægt á sjá viðburði HönnunarMars í næsta nágrenni.
HönnunarMars er fimm daga hátíð og flestar sýningar eru opnar á eftirfarandi tímum:
3.05: 18:00 – 21:00
4.05: 16:00 – 21:00
5.05: 11:00 – 21:00
6.05: 12:00 – 17:00
7.05: 13:00 – 17:00
Nánari opnunartíma má finna undir hverju sýningarspjaldi þegar hátíðin stendur yfir. Við mælum með að gestir kynni sér það.
Alþjóðleg ráðstefna og lykilviðburður HönnunarMars.
DesignTalks varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga, á hlutverk og áhrifamátt hönnunar í samfélaginu en ólík þema einkenna dagskránna ár hvert.
Lykilviðburður HönnunarMars frá 2009 og hefur síðustu ár farið fram fyrir fullu húsi í Silfurbergi í Hörpu. DesignTalks veitir hönnuðum og arkitektum, áhrifafólki í samfélaginu, viðskiptum, stjórnvöldum og almenningi, innblástur til samstarfs og framfara.
Heill dagur fullur af innblæstri þar sem alþjóðlegir hönnuðir, arkitektar og aðrir skapandi hugsuðir koma saman. Harpa er eitt af frægustu kennileitum Reykjavíkur og byggingin hlaut hin eftirsóttu Mies van der Rohe verðlaunin.
DesignTalks verður haldið í Hörpu í Silfurbergi, miðvikudaginn 3. Maí. Dagskráin hefst kl 09:00.
Miðasala á viðburðinn DesignTalks fer fram í gegnum tix.is, sjá hlekk:
Design Diplomacy viðburðir eru framleiddir í samstarfi við Helsinki Design Week sem á hugmyndina.
Erlendir sendiherrar bjóða hönnuðum frá sínum heimalöndum að taka þátt í opnu samtali við íslenska kollega á HönnunarMars. Sendiherrarnir opna dyrnar að heimilum sínum og veita gestum einstakt tækifæri til þess að hitta hönnuði og sækja sér innblástur.
Sérsniðin spurningaspjöld eru notuð til þess að hefja hönnunarmiðaða umræðu og kryfja til mergjar innblástur, daglega rútínu og vinnuferli hönnuða.
Frítt er inn á Design Diplomacy en skráning nauðsynleg.
HönnunarMars er stærsta kynningarafl íslenskrar hönnunar og arkitektúrs og endurspeglar þá grósku sem á sér stað árlega.
Dagskrá hátíðarinnar og innihald er miðlað markvisst til innlendra sem erlendra fjölmiðla af teymi hátíðarinnar, m.a í samstarfi við Íslandsstofu.
Fyrir nánari upplýsingar skal hafa samband við kynningarstjóra hátíðarinnar: alfrun@honnunarmars.is
Sýningar og viðburður HönnunarMars fara fram vítt og breitt um Reykjavík og nágrenni.
Aðgengi er misjafnt eftir sýningarstöðum og mælum við því með að kynna sér það sérstaklega.