19–23.05.2021

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Covid-19
  • English
  • Um HönnunarMars
  • Fyrri hátíðir
  • Hafa samband
  • Fyrir þátttakendur
  • Starfsfólk
  • Covid-19

Umsóknarferlið

Hvað kostar að taka þátt?

Þátttökugjald er 48.000 kr.

Félagsmenn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs njóta góðs af 50% afslætti af þátttökugjaldi og greiða 24.000 kr.

Ertu með spurningu varðandi sýningarstaði? Sendu okkur línu á info@honnunarmars.is – öllum fyrirspurnum er svarað innan 7 daga. Ef erindið þolir enga bið hafðu samband í síma 771 2200.

Þátttökugjald – nemendasýningar

25.000 kr. nemendasýningar

Með nemendasýningum er átt við sýningar nemahópa í hönnun eða arkitektúr á háskólastigi.

Hvar sæki ég um þátttöku?
  • Opnað verður fyrir umsóknir 2. nóvember. ÝTTU Á HÉR TIL AÐ SÆKJA UM.
  • Umsóknarfrestur fyrir HönnunarMars 2021 er til 30. nóvember 2020.
Hverjir geta tekið þátt?
  • hönnuðir, arkitektar, stúdíó og stofur.
  • fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á hönnun eða arkitektúr.
  • fyrirtæki sem selja hönnun eða hannaðar vörur.
  • menningarstofnanir, söfn og sýningarsalir sem standa fyrir eða hýsa sýningar eða viðburði.
  • menntastofnanir á svið hönnunar og arkitektúrs.
Hvernig fer val sýninga / viðburða fram?

Valnefnd fer yfir umsóknir um þátttöku á HönnunarMars og velur sýningar og viðburði sem verða á dagskrá hátíðarinnar.

Um 100 sýningar og viðburðir eru valdir á dagskrá hátíðarinnar. Leiðarljós valnefndar er að móta fjölbreytta en skýra dagskrá sem byggir á faglegum, áhugaverðum og áhrifamiklum verkefnum sem höfða til ólíkra hópa.

Verkefnin eru flokkuð samkvæmt eftirfarandi áherslum:

  • fagleg verkefni stýrð af listrænum stjórnanda og/eða í viðurkenndum sýningarsal.
  • tilraunakennd og nýskapandi verkefni
  • faglegar nýjungar og vörur
  • opin hús eða vinnustofur
  • málþing, erindi eða samtöl

Valnefnd mun velur hvaða verkefnum verður gert hátt undir höfði í kynningarefni hátíðarinnar m.a. prentuðu riti HönnunarMars, á samfélagsmiðlum, í fréttabréfi og á vefsíðu. Allar sýningar/viðburðir umsækjenda verða teknar til greina við valið.

*Í valnefnd situr stjórn HönnunarMars, stjórnandi HönnunarMars, verkefnisstjóri dagskrár, aðili skipaður af Listaháskóla Íslands og fulltrúi Reykjavíkurborgar.

Hvernig sæki ég um þátttöku?

Fyrst er sótt um þátttöku og þegar samþykki liggur fyrir þarf að bæta inn nákvæmari upplýsingum. Efnið verður meðal annars notað til kynningar á viðkomandi þátttakanda. Umsóknir eru aðeins teknar gildar í gegnum umsóknarferli HönnunarMars.

.

Hvað þarf að koma fram í umsókninni?

Í umsókn er gerð grein fyrir hugmynd, markmiði og innihald sýningar / viðburðar og lýsir umgjörð, dagskrá og því sem gerir verkefnið sérstakt, áhugavert og faglegt. Í umsókninni skal fylgja rökstuðningur fyrir því hvers vegna sýningin/viðburðurinn á heima á HönnunarMars. Einnig er farið fram á aðrar gagnlegar upplýsingar.

 

Hvað er innifalið í skráningargjaldi ?
  • Skráning viðburðar í dagskrá sem er miðlað á heimasíðu HönnunarMars.
  • Skráning viðburðar í dagskrá sem er kynnt fyrir innlendum og erlendum fjölmiðlum.
  • Afnot af sameiginlegu kynningarefni HönnunarMars.
  • Plaköt HönnunarMars til að nýta á sýningarstað.
  • Kynningu á samfélagsmiðlum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og HönnunarMars.
  • Aðstoð og ráðgjöf.
  • Tækifæri til að sækja um þátttöku í DesignMatch.

Umsókn samþykkt

Hvað kostar að taka þátt?

Þátttökugjald er 48.000 kr.

Félagsmenn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs njóta góðs af 50% afslætti af þátttökugjaldi og greiða 24.000 kr.

Ertu með spurningu varðandi sýningarstaði? Sendu okkur línu á info@honnunarmars.is – öllum fyrirspurnum er svarað innan 7 daga. Ef erindið þolir enga bið hafðu samband í síma 771 2200.

Þátttökugjald – nemendasýningar

25.000 kr. nemendasýningar

Með nemendasýningum er átt við sýningar nemahópa í hönnun eða arkitektúr á háskólastigi.

Hvað svo?

Þegar umsókn þín hefur verið samþykkt þá sendum við þér slóð þar sem þú skráir þig og færð “lykil” til auðkenningar. Þá kemst þú inn í form og þar setur þú inn ítarlegri texta og myndefni um sýninguna/viðburðinn sem mun svo birtast á honnunarmars.is / designmarch.is og einnig við kynningu á viðburðinum og hátíðinni. Mikilvægt er að yfirfara vel allan texta og huga vel að því að myndefni sé í birtingargæðum.

Dagskrársíða HönnunarMars er fjölsótt enda er hún vettvangur gesta hátíðarinnar til að sækja sér upplýsingar um hvað er á döfinni.

Því fyrr sem upplýsingar eru komnar inn í kerfið því fyrr geta starfsmenn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúr byrjað að kynna viðburðinn fyrir fjölmiðlum.

Útvegar HönnunarMars sýningarstað?

Sýnendur bera sjálfir ábyrgð á að finna sér sýningarstað fyrir sýningar og viðburði þó auðvitað sé starfsfólk HönnunarMars boðið og búið að aðstoða svo sem frekast er kostur.

Stendur félagið mitt fyrir samsýningu á HönnunarMars?

Aðildarfélög Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs standa sum fyrir samsýningum á hátíðinni.
Frekari upplýsingar veita verkefnastjórar og/eða formenn félaganna:

  • Arkitektafélag Íslands – Karl Kvaran – karl.kvaran(hjá)sprint-studio.com
  • Textílfélagið – Kristveig Halldórsdóttir– textilfelagid@gmail.com
  • Félag húsgagna og innanhússarkitekta – Rósa Dögg Þorsteinsdóttir – fhi(hjá)fhi.is
  • Félag íslenskra landslagsarkitekta – Svanhildur Gunnlaugsdóttir – svanhildur(hjá)landform.is
  • Félag vöru- og iðnhönnuða – Kristín María Sigþórsdóttir – kristinmaria(hjá)gmail.com
  • Félag íslenskra gullsmiða – Arna Arnardóttir –arnastjarna(hjá)hotmail.com
  • Félag íslenskra teiknara – Kristín Eva Ólafsdóttir -kristin(hjá)gagarin.is
  • Fatahönnunarfélag Íslands – Guðrún Guðjónsdóttir – fatahonnunarfelag(hjá)honnunarmidstod.is
  • Leirlistafélag Íslands –Þóra Breiðfjörð– bybreidfjord(hjá)gmail.com
Vinir HönnunarMars
HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

+354 771 2200
www.honnunarmidstod.is
info@honnunarmidstod.is

Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars