04–08.05.2022

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Kort
  • Upplýsingar
  • English
  • Um HönnunarMars
  • Fyrir þátttakendur
  • Fyrri hátíðir
  • Sækja um
  • Stjórn og starfsfólk

Um HönnunarMars

HönnunarMars er stærsta hönnunarhátíð á Íslandi þar sem framsækin hönnun og nýjungar leiða saman sýnendur og gesti. HönnunarMars boðar nýjungar og óvænta nálgun. Hátíðin er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið.

Hátíðin er skipulögð af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og hefur farið fram árlega síðan árið 2009. Hún er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. HönnunarMars er ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur.

Mörg hundruð viðburðir, sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar eru ár hvert, skipulagðir af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum og stofnunum en þátttakendur eru um 400 talsins á hverju ári auk þess sem þátttaka erlendra gesta eykst með hverju árinu.

HönnunarMars er ein af fáum hönnunarhátíðum í heiminum þar sem ólíkar fagreinar hönnunar og arkitektúrs koma saman, allt frá fatahönnun til vöruhönnunar, arkitektúrs, grafískrar hönnunar, textílhönnunar, leirlistar, þjónustuhönnunar, stafræn hönnunar svo dæmi séu nefnd.

HönnunarMars 2022 fer fram dagana 4 – 8. maí!

Sjáumst á HönnunarMars!

Lestu fréttir frá HönnunarMars hér

Bakhjarlar
Samstarfsaðilar
Fjölmiðlasamstarf
HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

+354 771 2200
www.honnunarmidstod.is
info@honnunarmidstod.is

Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars