HönnunarMars er stærsta kynningarafl hönnunar og arkitektúrs, innanlands sem erlendis, þar sem sjónum er beint að hönnun og því nýjasta sem er að gerast hverju sinni. HönnunarMars fer fram í fimmtánda sinn dagana 3.– 7. maí 2023.
Umsóknarfrestur er frá 16. ágúst til 29. september 2022.
Vinsamlega athugið að umsókn þarf ekki vera fullunnin fyrir þennan frest og gefst þátttakendum með samþykktar umsóknir færi á að uppfæra upplýsingar til 15. febrúar 2023.
Gjaldskrá
- Almennt þátttökugjald: 55.000 kr.
- Þátttökugjald fyrir félaga í aðildarfélögum MH&A (50% afsl.): 27.500 kr.
- Nemendasýningar: 27.500 kr. Með nemendasýningum er átt við sýningar nemahópa í hönnun eða arkitektúr á háskólastigi.
- Lítil fyrirtæki (5 – 10 starfsmenn): 160.000 kr.
- Meðalstór fyrirtæki (10 + starfsmenn): 545.000 kr
- Stór fyrirtæki (100 + starfsmenn): 1.100.000 – 1.600.000 kr.
Faghópur HönnunarMars fer yfir og metur allar umsóknir.
Ef þú hefur frekari spurningar eða vantar upplýsingar um HönnunarMars ekki hika við að hafa samband við okkur á info@honnunarmars.is eða í síma 771 2200.