04–08.05.2022

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Kort
  • Upplýsingar
  • English

    HönnunarMars 2022 fer fram dagana 4. – 8. maí

    Við fögnum aftur mars í maí! Stærsta hönnunarhátíð landsins, HönnunarMars, breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið fyrstu helgina í maí 2022.

    HönnunarMars, sem eins og nafnið gefur til kynna, hefur frá upphafi árið 2009 farið fram í marsmánuði en hið óvenjulega ár 2020 færði hátíðina fram í júní og nú í ár í maí. Sökum mikillar ánægju með tímasetningu hátíðarinnar nær sumri ákvað stjórn hátíðarinnar að árið 2022 færi hún fram fyrstu helgina í maí – og vonandi þá með hefðbundnari hætti en undanfarin tvö ár.

    Á HönnunarMars breiða sýningar og viðburðir úr sér um höfuðborgarsvæðið þar sem gestum gefst tækifæri til að versla íslenska hönnun sækja sér innblástur og kynnast grósku íslenska hönnunarsamfélagsins. Venju samkvæmt verða mun fjölbreytt dagskrá hátíðarinnar vera á Hafnartorgi, í Ásmundasal, Hörpu, Norræna húsinu, Grósku hugmyndhúsi, Elliðaárstöð, Gerðarsafni, Hönnunarsafni Íslands, Ráðhúsi Reykjavíkur og öðrum spennandi sýningarstöðum sem líta dagsins ljós þegar nær dregur.

    Umsóknarfrestur fyrir hátíðina 2022 er frá 13. september til 1. nóvember 2021.

    Við mælum með því að taka dagana 4.- 8. maí 2022 frá fyrir HönnunarMars… í maí!

    Lestu fréttir frá HönnunarMars hér

     

     

    Bakhjarlar
    Samstarfsaðilar
    Fjölmiðlasamstarf
    HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

    +354 771 2200
    www.honnunarmidstod.is
    info@honnunarmidstod.is

    Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars