HönnunarMars 2020 fór fram í júní!
HönnunarMars 2020 sem átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár var frestað til 24.- 28. júní vegna Covid-19 faraldursins. Stjórnendur hátíðarinnar fylgdust grannt með öllum vendingum er varða samkomubann, fjöldatakmarkanir, möguleika á ferðalögum til og frá landinu og breyttu áætlunum um hátíðina jafnóðum eftir því sem fréttir berast.
Það var því gríðarlegt ánægjuefni að hátíðin gat farið fram í blíðskaparveðri í júní, með breyttu sniði á óvissutímum!
„Við viljum nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi skapandi hugsunar á krefjandi tímum.“ Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars
Öll áhersla í dagskrá HönnunarMars 2020 var á sýningar og sýnendur og um leið upplifun og öryggi gesta. Unnið var að því að miðla sýningum og innihaldi þeirra hér á landi og erlendis m.a. í samstarfi við Íslandsstofu. Að gefnu tilefni þurftu stórir og mannmargir viðburðir sem hafa verið fastir liðir hátíðarinnar eins og opnunarhóf, DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch að bíða til ársins 2021.
Fréttir og myndir frá HönnunarMars 2020
Studio–2020
Studio 2020 var tilraunavettvangur á HönnunarMars 2020, sem ætlað var að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stendur og í kjölfarið. Markmiðið var að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina. Auk þess að hvetja til breiðs samtals um hönnun og arkitektúr. Efninu mun verða miðlað til ólíkra hópa, almennings sem og fagfólks, innanlands og erlendis.
Stjórnendur og skaparar eru Hlín Helga Guðlaugsdóttir, stjórnandi DesignTalks, Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands, María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA, Steinn Einar Jónsson, upplifunarhönnuður og Einar Egils, kvikmyndagerðarmaður með stuðningi Íslandsstofu.
Þáttur 3
Þáttur 2
Þáttur 1