Komdu og kynntu þér hönnunaraðferðir borgarinnar og spreyttu þig á raunverulegri áskorun. Á vinnustofunni verður farið í gegnum hvernig hægt er að nýta þjónustuhönnun og notendamiðað nálgun til að kortleggja þjónustu, fá hugmyndir og byggja frumgerðir tilbúnar í prófun – allt á 90 mínútum!
Þessi vinnustofa er fyrir fólk sem er annt um borgina sína og vill nota skapandi leiðir til þess að bæta þjónustu hennar. Þjónustu- og vöruhönnuðir frá þjónustu- og nýsköpunarsviði leiða vinnnustofuna.
Á vinnustofunni munu sérfræðingar á sviði hönnunar hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði fjalla um þá aðferðarfræði sem notuð er við þjónustuhönnun Reykjavíkurborgar og hún kynnt fyrir hönnunarsamfélaginu og öðrum gestum HönnunarMars. Gestir geta einnig spreytt sig á verkefnum sem hönnuðir Reykjavíkurborgar glíma við og komið vangaveltum sínum og hugmyndum um bætta þjónustu Reykjavíkurborgar á framfæri.