Kiosk Grandi heldur tískupartý fyrir gesti og gangandi þann 4. maí þar sem við fögnum komandi sumri og sýnum það nýjasta sem er í boði hjá merkjum Kiosk Granda. Sérstakur hönnunarkokteill verður borin fram fyrir gesti innblásinn af Grandanum ásamt hressum sumartónum.
Kiosk Grandi er í eigu fimm íslenskra fatahönnuða og eru merkin þeirra til sölu þar. Þau eru ANITA HIRLEKAR, BAHNS, EYGLO, HELICOPTER, HLÍN REYKDAL & MAGNEA.
Einnig er að finna fjölbreytt úrval af vörum frá íslenskum hönnuðum, allt frá ANDREA MAACK ilmvötnum og yfir í töskur frá KALDA.