Rætur í arfleifð okkar er samvinnuverkefni á milli Sóley Organics og Hótel Geysis.
Samstarfið var fyrst kynnt á HönnunarMars 2022 og á þessu ári á HönnunarMars mun þáttakendum og gestum verða boðið upp á prufu af fyrstu vörunni. Hugmyndin á bak við samvinnu þessara öflugu fyrirtækja, Sóley x Geysir, var að hanna Spa línu sem myndi byggja á arfleifð þeirra og heiðra náttúru og sjálfbærni sem báðar fjölskyldur hafa haft í heiðri.