Landsbankinn býður í heimsókn! Nýtt húsnæði Landsbankans við Reykjastræti 6 er hannað með það í huga að auka samvinnu, stuðla að sjálfbærni og efla mannlíf í miðbænum.
Skipulögð leiðsögn um húsið er leidd af Halldóru Vífilsdóttur, verkefnastjóra framkvæmdarinnar, og Helga Mar Hallgrímssyni, arkitekt nýbyggingarinnar.
Hver ganga tekur um 30 mínútur og er þetta einstakt tækifæri til að skoða nýja og spennandi byggingu í hjarta miðbæjarins. Hámarksfjöldi gesta er í hverri göngu og skráning því nauðsynleg.
Sýningastaður
Landsbankinn, Reykjastræti 6, 101 Reykjavík
Skoða á korti