Farmers Market og Kormákur & Skjöldur sýna hönnun sína á tískusýningu í Listasafni Reykjavíkur föstudagskvöldið 5. maí.
Kormákur & Skjöldur munu sýna nýja 2023 haustlínu sína sem var sýnd nýlega á tískuvikunum í Flórens og Kaupmannahöfn við góðar undirtektir. Farmers Market mun kynna til leiks nýja hönnun í bland við klassískar flíkur í vörulínu sem hefur átt mikilli velgengni að fagna á síðustu árum.
Sýningarnar verða aðskildar og gefst gestum þvi tækifæri á að sjá tvö góð íslensk hönnunarmerki á sömu kvöldstund. Sýningin hefst kl.20.00. Opnað verður með fordrykk og tónlist kl 19.30.
Sýningastaður
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, Tryggvagata 17, 101 Reykjavík
Skoða á korti