Velkomin um borð í hugarheim hátískuhönnuðarins Helgu Björnsson og taktu flugið á vorfögnuði á The Roof á Reykjavik Edition Hotel.
Helga Björnsson hefur starfað sem búningahönnuður, listamaður og hátískuhönnuður til margra ára í París. Hún er þekkt fyrir litagleði og geometrísk mynstur í hönnun sinni.
Á þessum líflega viðburði munu teikningar hennar og mynstur lifna við á sannkölluðum óði til vorsins og hins íslenska veðurfars.
Í boði verða litríkir kokkteilar og kökur með mynstrum eftir Helgu frá matarlistakonunni Áslaugu Snorradóttur og kökulistamönnum Edition hótelsins. Hið fullkomna partý til að fagna föstudegi á Hönnunarmars 2023.