FÓLK Reykjavík hefur frá því það var stofnað 2017 gefið út hönnun eftir íslenska hönnuði. Samstarfshönnuðir FÓLKs frá upphafi eru Jón Helgi Hólmgeirsson, Ólína Rögnudóttir, Theodóra Alfreðsdóttir, Ragna Ragnarsdóttir, Studio Flétta og Tinna Gunnarsdóttir. Í samstarfi við FÓLK, hafa þau hannað fjölmargar vörulínur fyrir heimili og fyrirtæki sem hafa það að markmiði að styðja umbreytinguna yfir í grænna samfélag. Í ár bætast tveir nýjir hönnuðir í hópinn. Það eru Gunnar Magnússon húsgagnahönnuður og heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands og finnski hönnunardúettinn Our Edition.
FÓLK Reykjavik er vaxandi íslenskt hönnunarmerki. Sýn okkar er að auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum sjálfbærari lífsstíl. Við hönnum fyrir nútímalíf.
FÓLK var valið Besta fjárfesting í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands árið 2022.