Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fer fram í Silfurbergi, Hörpu, þann 3. maí.
Hvað nú? DesignTalks 2023 leitar svara við þessari spurningu með áhrifamiklum erindum frá fjölbreyttum hópi hönnuða, arkitekta og listamanna sem nálgast núið og framtíðina á skapandi hátt.
Heilandi hönnun, hönnun sem byggir á samstarfi við bakteríur, nýsköpun hráefna, hönnun sem tekst á við erfiðar aðstæður á stríðssvæðum, róttækur landslagsarkitektúr með villta náttúru í forgrunni, þverfagleg hönnun með áherslu á leikgleði og samveru, valdeflandi hönnun sem vekur von og ögrandi arkitektúr er meðal þess sem tekið verður fyrir.
DesignTalks varpar ljósi á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í samfélagslegum og hnattrænum breytingum og tekst á við áskoranir og tækifæri líðandi stundar. Við lifum á elleftu stundu og ákall eftir sjálfbærum lausnum er hávært. Í skugga mistækra tilrauna til aðgerða í loftslagsmálum, pólitísks óstöðugleika og eftirmála heimsfaraldurs, spyrjum við: hvað nú?
„Núið er snúið en svörin eru uppfull af von. Þau bera þess glöggt merki hversu mikill máttur skapandi hugsunar er, líka þegar á reynir.“
– Hlín Helga, listrænn stjórnandi DesignTalks
Deginum verður skipt upp í fjóra hluta sem taka á spurningu dagsins með ólíkum hætti.
I: Hvað nú? Tölum um sköpunarkraftinn
9:00 – 10:20
Frammi fyrir hamfarahlýnun og stríðsástandi spyrjum við hvernig hægt sé að láta reyna á sköpunarkraftinn núna? Við skoðum dæmi um hönnuði sem tekst á við erfiðar aðstæður á stríðshrjáðum svæðum, listamann sem nálgast brýnar loftslagsáskoranir og könnum eðli sköpunarkraftsins sjálfs. Hvernig getum við hvatt til hugrekkis og vakið von með hönnun? Hvernig fáum við fólk til liðs við móður náttúru?
Fram koma: Michael Hendrix, alþjóðlegur hönnunarstjóri og meðeigandi IDEO, Refik Anadol, listamaður, leikstjóri og brautryðjandi í fagurfræði gervigreindar, Liam Young, sci-fi arkitekt, leikstjóri og framleiðandi Pavel Vrzheshch, stofnandi og listrænn stjórnandi úkraínsku auglýsingastofunnar Banda.
II: Hvað nú? Tölum um grunnþarfirnar
10.40 – 12.30
Fleira og fleira fólk á í erfiðleikum með að sinna grunnþörfunum, hefur skert aðgengi að mat og skjóli og náttúruauðlindir fara þverrandi. Við spyrjum: hvað nú? Felst lausnin í að umbreyta úreltum kerfum? Nýsköpun hráefna? Hvernig á að byggja og endurbyggja fyrir alla? Og framleiða föt og vörur á siðferðilegan og sjálfbæran hátt?
Fram koma: Kjartan Örn Ólafsson, CEO hjá Transition Labs, Ingvar Helgason, hönnuður og stofnandi Vitralabs, Bjarney Harðardóttir, CEO og eigandi 66°Norður, Thomas Pausz, hönnuður, listamaður og rannsakandi.
III: Hvað nú? Tölum um lífið
13.30 – 15.20
Heimurinn er að jafna sig eftir heimsfaraldur sem hafði varanleg áhrif á heilsu margra og einmanaleika en mögulega einnig á viðhorf til þess sem raunverulega skiptir máli. Í þriðja hluta er fjallað um heilsu og annars konar auð. Hvað nú? Hönnun heilandi umhverfis? Borgarlandslag þar sem náttúran gegnir lykilhlutverki? Hvernig hönnum við af virðingu, fyrir jafnrétti, þátttöku og inngildingu fyrir öll? Hvert er gildi hönnunarhugsunar við endurhönnun lífsins?
Fram koma: Peter Veenstra, landslagsarkitek og meðeigandi LOLA landscape Architects, Sigríður Sunna Reynisdóttir, listrænn stjórnandi og stofnandi ÞYKJÓ, Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri brand, hönnunar- og nýsköpunarsviðs Bláa lónsins. Meðeigandi í Design Group Italia, Lee Baker, stofnandi Graphic Rewilding.
IV: Og hvað svo? Tölum um sögur
15.40 – 16.45
Fjórði og síðasti hluti dagsins fjallar um framtíðina, sem er óvissari og opnari en nokkru sinni fyrr. Við spyrjum hver ætli að skapa hana? Skoðum frásagnaraðferðir þvert á miðla sem eitt öflugasta verkfæri hins skapandi huga og tengsl náttúru, tækni og vitsmuna. Getur hönnun hjálpað okkur að njóta góðs af framförum í vísindum og tækni? Eigum við að vinna meira með bakteríum og örverum? Taka stjórn á sögunni, framtíðinni? Eða halla okkur aftur og láta gervigreindina gera það?
Fram koma: Natsai Audrey Chieza, stofnandi og framkvæmdarstjóri Faber Futures, Paola Antonelli, yfirsýningarstjóri arkitektúrs og hönnunar hjá MoMA og stofnandi Design Emergency.
DesignTalks 2023 er m.a. styrkt af Nordic Talks.
Fyrirlesarar
Eigandi 66°Norður
Bjarney Harðardóttir

Listamaður og tónskáld
Lee Baker, Graphic Rewilding

Yfirsýningarstjóri arkitektúrs og hönnunar hjá MoMA og stofnandi Design Emergency
Paola Antonelli

Arkitekt, borgarskipulagsfræðingur og eigandi Studio Odile Decq
Odile Decq

Stofnandi og framkvæmdarstjóri Faber Futures
Natsai Audrey Chieza

Stofnandi og listrænn stjórnandi ÞYKJÓ
Sigríður Sunna Reynisdóttir

Stofnandi og forstjóri VitroLabs
Ingvar Helgason

Loftslagsfrumkvöðull
Kjartan Örn Ólafsson

Listamaður, leikstjóri og brautryðjandi í fagurfræði gervigreindar
Refik Anadol

Framkvæmdastjóri brand, hönnunar- og nýsköpunarsviðs Bláa lónsins. Meðeigandi í Design Group Italia
Sigurður Þorsteinsson

Sci-fi arkitekt, leikstjóri og framleiðandi
Liam Young

Hönnuður, listamaður og rannsakandi
Thomas Pausz

Alþjóðlegur hönnunarstjóri og meðeigandi IDEO
Michael Hendrix

Landslagsarkitekt og einn stofnandi LOLA Landscape Architects
Peter Veenstra

Stofnandi og listrænn stjórnandi úkraínsku auglýsingastofunnar Banda
Pavel Vrzheshch
