ddea fagnar nýrri fatalínu með pop-up viðburði í GK Reykjavík á Hafnartorgi dagana 3. til 7. maí.
ddea er nýtt íslenskt fatamerki sem sérhæfir sig í hágæðafatnaði úr gullfallegum efnum.
Við notum aðallega ítalskt silki í flíkurnar okkar en efnin eru ,,dead-stock“ efni. Það þýðir að engin ný efni eru ofin fyrir okkur. Þetta er umhverfisvænn kostur en þýðir einnig að flíkurnar okkar koma í mjög takmörkuðu upplagi. Fötin okkar eru klassísk og minna á uppáhalds ,,vintageflíkina“ þína í fataskápnum – flíkina sem þú notar aftur og aftur.