Kynnt verður lína af handunnum tuftuðum gólfmottum. Motturnar eru hannaðar af Lilý Erlu Adamsdóttur. Innblástur í hönnunina sækir hún í nátturuna; heiðarlyng, mosa og íslenskar bergtegundir. Hægt verður að panta mottu úr línunni en framleiðslan verður staðbundinn, hæg og handgerð.
Lilý Erla Adamsdóttir vinnur á mörkum myndlistar, hönnunar og listhandverks. Verkin hennar eru unnin í margskonar textíl efnivið með tuftbyssu. Í verkefninu Bespoke rugs // Lilý Erla Adamsdóttir, flæðir vinnuferli hennar inn á mið hönnunar, þar sem íslenska ullinn er í aðalhlutverki sem efniviður í gólfmottur. Sería af mottum í mismunandi stærðum hefur verið mótuð uppúr fyrri verkum Lilýjar sem einkennast af ljóðrænum myndheimi með vísanir í íslenska náttúru. Motturnar eru handframleiddar staðbundið, eftir pöntunum í takmörkuðu upplagi. Nálgunin í þessari seríu svipar til grafíklistar þar sem verk eru prentuð í ákveðnu upplagi, en ljóst er að engin motta verður alveg eins.