03–07.05.2023

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Upplýsingar
  • English

Sjálfbær ferðamennska í norðri

Arkitektúr, Landslagsarkitektúr

Sjálfbær ferðamennska í norðri
– samtal um hönnun, hreina orku og náttúruvernd

Slástu í för með okkur á viðburð um hreina orku og ábyrga hönnun í þágu náttúrunnar: Þann 6. maí fer fram kynning verkefnanna Hönnun í náttúru, Hrein orka og Náttúruvernd sem eru angar af formennskuverkefni Íslands árið 2019 í Norrænu ráðherranefndinni undir yfirskriftinni Gagnvegir góðir.

Verkefnin endurspegla sameiginlegt markmið Norðurlandanna um að þróa ferðamennsku á sjálfbæran hátt, í ljósi tækifæra og áskorana ferðamennsku á svæðum þar sem viðkvæm, öflug og aðlaðandi náttúra er helsta aðdráttaraflið. Að viðburðinum standa Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Umhverfisstofnun og Orkustofnun sem fá til liðs við sig fagaðila, hagsmunaaðila og ákvörðunarhafa í því skyni að ræða, sjá fyrir og greiða götu sjálfbærrar ferðamennsku í norðri.

Sýningastaður

Gróska, Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Skoða á korti


HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

+354 771 2200
www.honnunarmidstod.is
info@honnunarmidstod.is

Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars