Fatalínan „Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum“ er frumraun Sólar Hansdóttur eftir útskrift úr Central Saint Martins. Fatalínan var frumsýnd á London Fashion Week í febrúar og kannar línan aðstæður til framleiðslu á nútímafatalínu, með áherslu á nýtingu auðlinda, hérlendis.
Með haustlínu 2022 kannaði Sól Hansdóttir aðstæður á Íslandi til þróunar og framleiðslu á nútímafatalínu. Verkefnið er framhald af fyrri rannsókn og útskriftarlínu hönnuðar við Central Saint Martins háskóla í London vorið 2021. Línan var unnin í samstarfi í Textílmiðstöð Íslands, Ístex og Glófa með sérstakri áherslu á að nýta íslensku ullina sem hráefni. Markmið er að efla textílþróun og framleiðslu fatnaðar á Íslandi ásamt því að nýta innlendar auðlindir.
Með því að kanna aðstæður til framleiðslu á nútímafatalínu fyrir alþjóðamarkað sem leggur áherslu á nýtingu auðlinda hérlendis skapast þekking og reynsla sem mun í framhaldi geta nýst íslenskum hönnuðum.
Línan, sem samanstendur af tíu look-um, ber heitið „Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum“ og er tilraunastarfsemi til að nota flíkur til að kanna mannlega skynjun á raunveruleikanum. Sól gerir tilraun til að kollvarpa raunveruleika flíkarinnar og skapar með aðferðum sínum skúlptúrískar flíkur sem krefjast þess að horft sé tvisvar á flíkurnar. Með því að vinna á milli Reykjavíkur og London ögrar Sól ströngum hefðum um tískuvörukerfið og hugmyndinni um tískuborg. Allar flíkur eru framleiddar af hönnuði á vinnustofu hönnuðar í Reykjavík.
Sól Hansdóttir er nýútskrifaður fatahönnuður úr hinum virta háskóla Central Saint Martins í London þar sem hún stundaði meistaranám í Womenswear Fashion Design. Sól hlaut mikið lof fyrir útskriftarlínu sína sem veitti henni meðal annars útskriftarverðlaunin „L’oréal Creative Awards.“ Hönnuðurinn frumsýndi haustlínu á London Fashion Week í febrúar 2022. Í framhaldi er fatalínan sýnd á HönnunarMars til að kynna verkefnið fyrir íslenskum og norrænum markaði.
Í samstarfi við ljósmyndarann Önnu Maggý var unnið myndbandsverk um lokaútkomu fatalínunnar. Í verkinu er leikið sér með skynjun og hugmyndafræðin um tilraunir á raunveruleikanum. Vatnslíkar spegilmyndir af eineggja tvíburum í skúlptúrískum fötunum skapa óhlutbundnar myndir af veruleikanum. Myndbandsverkið verður sýnt á HönnunarMars ásamt því sem valdar flíkur úr línunni til sýnis.