Eldblóm er verkefni Siggu Soffíu listamanns en hún kynnti í fyrra nýjar leiðir til að miðla flugeldum – kassa sem innihalda fræ af blómum sem flugeldar voru hannaðir eftir.
Nú kynna Eldblóm til sögunnar drykk gerðann úr Eldblómunum. Hringrás Eldblóma lokast með líkjörnum Eldblóma Elexír. Verkefnið Eldblóm hefur sífelt tekið á sig nýjar myndir en hefur nú náð að bíta í halann á sér. Verkið sem hófst sem DANS fyrir flugelda – varð að verki fyrir blóm – sem varð að vöru – sem varð að drykk – drykkur sem verður að dansi.
Á hönnunarmars munum við bjóða uppá smakk-upplifun í listagallerýinu LISTVAL Hörpu. Frekari upplýsingar á Tix.
Eldblóma Elexír /liquid choreography. Drykkur þar sem vín er unnið úr Eldblómunum sjálfum, blómin infusuð í líkjör sem er tilvalin til að blanda í kampavín – Hinn Íslenski Spritz!
Drykkurinn inniheldur fljótandi danssmíðar sem hafa verið dregnar úr blómunum.
Innihaldsefni líkjörsins eru m.a. blóm úr choreogröphuðu blómabeði, jurtir sem hafa verið vökvaðar af samtímadönsurum. Drykkurinn er settur á flöskur af ballerínum og er því há prósenta af samtímadansi í flöskunum. Af tilraunum okkar að dæma getum við lofað frumlegum danshreyfingum á þriðja glasi.
Eldblóma elexír er gerður í samvinnu við Foss distillery.
Eldblóma-ilmurinn – Í vetur hafa Sigga Soffía (Eldblóm) og Lilja Birgisdóttir (fisher) unnið að tilraunum að ilmi lífrænnar flugeldasýningar. Í samvinnu við Listval kynnum við nú Eldblóma ilminn þar sem dreginn er ilmur úr þeim tegundum blóma sem Eldblóm standa fyrir – blóm sem flugeldar voru upphaflega hannaðir eftir. Komdu og finndu ilminn af sumrinu allt árið um kring.
Hægt er að bóka 30 mín kynningu og danspörun þar sem farið verður í gegnum þróun drykkjarins og danspörun (líkt og matarpörun með víni) þar sem farið verður yfir hvaða danshreyfingar henta með hvaða víni.
Hvernig er best að dansa með kampavínsglas.
Upplýsingar um viðburðinn:
30 mín Kynning, drykkir og Danspörun.
Innifalið eru tveir drykkir,danspörun og ilmkynning:
Drykkur 1 Eldblóma-Elexír/hinn íslenski spritz blandaður í kampavín.
Drykkur 2 kampavín frá Piper heidsick
Sýnikennsla á danssporum sem gott er að framkæma með kampavínsglas í hönd
Ilmkynning á Eldblóma-ilmnum.
Verð 5400 – ath max 16 í hóp
Kynning matur, drykkir og Danspörun 60 mín
Farið verður í gegnum þróun drykkjarins og danspörun (líkt og matarpörun með víni) þar sem farið verður yfir hvaða danshreyfingar henta með hvaða víni. Boðið verður uppá þrjá drykki, ilmkynningu og matur frá Hnoss – Kokkurinn Fanney töfrar fram spennandi matar upplifun sem parast vel með Eldblóma Elexír.
Innifalið
3 drykkir: Eldblóma Elexír/liquid choreography í kampavín/hinn íslenski spritz, Piper heidsieck Kampavínsglas og kokteillinn Dansdjús
Matur frá Hnoss
Sagt verður frá þróun drykkjarins og danspörun (líkt og matarpörun með víni) þar sem farið verður yfir hvaða danshreyfingar henta með hvaða víni.
Sýnikennsla á danssporum sem gott er að framkæma með kampavínsglas í hönd
Ilmkynning á Eldblóma-ilmnum.
Verð 9200 ath max 16 manns í hóp