03–07.05.2023

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Upplýsingar
  • English

Betri borg fyrir börn

Upplifunarhönnun
Þú ert að skoða viðburð frá árinu 2022.

Sýningin er upplifunarsýning þar sem gestir fá að skyggnast á bakvið tjöldin hjá Reykjavíkurborg í ferli þjónustuumbreytingar. Komdu að sjá hvernig áskoranir eru ávarpaðar, hvernig við vinnum með þær og setjum fram stafræna lausn sem bætir þjónustu borgarinnar við íbúa í verkefninu Betri borg fyrir börn.

Á málstofu verður rætt um þjónustuhönnun og hönnunarhugsun. Við heyrum sjö erindi frá starfsfólki Reykjavíkurborgar sem gefa góða og skemmtilega innsýn inn í hvernig unnið er að þjónustuhönnun hins opinbera. Í lokin verður pallborð þar sem Dagur B. Eggertsson, Paul Bennett og Ragnheiður H. Magnúsdóttir ræða opinbera þjónustuhönnun ásamt Fjólu Maríu Ágústsdóttur.

Samfelld og notendavæn þjónustuupplifun er krafa íbúa í dag, ekki bara til fyrirtækja heldur einnig þegar kemur að þjónustu sem veitt er á vettvangi hins opinbera.

Upplifunarrými: Sýningin mun leyfa gestum að skoða, snerta á og hreyfa við ferlum Reykjavíkurborgar. Hér er verið að umbreyta ferlinu þegar grunur vaknar um að barn þurfi frekari aðstoð eða greiningu á vanda. Eins og margir vita er þetta ferli flókið og þungt í vöfum og að mestu leyti unnið á pappír en nú stendur yfir umbreyting á þessu ferli. Sýningin varpar ljósi á alla þá vinnu sem liggur að baki og þá hönnunarhugsun sem Reykjavíkurborg beitir við þjónustuumbreytingu.

Verkefnið verður í miðju hönnunarferli þegar sýningin verður opnuð og því er gestum boðið upp að leggja sitt á vogarskálarnar og deila sinni reynslu.

Málstofa: fimmtudaginn 5. maí kl 14:00 – 17:00 verður boðið upp á málstofu þar sem þjónustuhönnun (e. civic design) í starfsemi Reykjavíkurborgar verður til umfjöllunar sem og hönnunarhugsun, sem er sú aðferðafræði sem Reykjavíkurborg beitir nú markvisst við þjónustuumbreytingu. Við heyrum sjö erindi frá hönnuðum úr hópi starfsfólks Reykjavíkurborgar sem gefa góða og skemmtilega innsýn inn í hvernig unnið er að þjónustuhönnun hins opinbera. Í lokin verður pallborð þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Paul Bennett, Ragnheiður H. Magnúsdóttir ræða opinbera þjónustuhönnun, en umræðurnar leiðir Fjóla María Ágústsdóttir.

HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

+354 771 2200
www.honnunarmidstod.is
info@honnunarmidstod.is

Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars