03.–07.05.2023

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Upplýsingar
  • Kort
  • English

Snagi • höngum saman • það er í góðu lagi að hanga saman

Keramikhönnun
Þú ert að skoða viðburð frá árinu 2021.

Áhugaverðar innsetningar sem dreifast víða um borgina og út á land. 11 leirlistamenn sýna snagana í rýmum bæði úti og inni, miðpunktur sýningarinnar verður í Rammagerðinni á Skólavörðustíg. Þar verða allar upplýsingar ásamt korti aðgengilegar ásamt lifandi leirvinnustofu í glugga verslunarinnar.

Leirlistafélga Íslands fagnar 40 ára afmæli í ár með metnaðarfullri dagskrá, sýningin Snagi • höngum saman • það er í góðu lagi að hanga saman, er framlag félagsins á HönnunarMars 2021. Sýningin samanstendur af áhugaverðum innsetningum sem settar eru upp í almenningsrýmum víða um borgina og þær teygja sig einnig út á land til Akureyrar, á Akranes, á Suðurland og á Suðurnesin þar sem félagsmenn búa og starfa. Rammagerðin á Skólavörðustíg verður miðpunktur sýningarinnar, Þar sem allar upplýsingar um sýnendur, sýningarstaði ásamt korti eru aðgengilegar gestum auk þess sem sett verður upp lifandi leirvinnustofa í glugga verslunarinnar þar sem fólki gefst kostru á að fylgjast með leirmunum verða til. Félagsmenn nálgast viðfangsefnið á fjölbreyttan hátt í sameiginlegu þema sem er spennandi fyrir listunnendur til að kynna sér leirlist á Íslandi í dag sem er á mörkum iðnaðar, lista, nytjalista og hönnunar. Áhugi almennings á leirlist og keramikhönnun hefur aukist undanfarin misseri sem og meðvitund fólks fyrir gildi góðs handverks og hönnunar.
Ellefu félagsmenn taka þátt í þessum viðburði þar sem hver þátttakandi hannar snaga sem svo hann kemur fyrir í opnum almenningsrými ýmist úti eða inni, þar sem vegfarendur geta fylgt leiðarkorti snaganna, staldrað við og hengt af sér.
Sýnendur eru: Bjarni Viðar Sigurðsson, Dagný Gylfadóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Halla Ásgeirsdóttir, Hólmfríður Vídalín Arnagrímsdóttir, Katrín Valgerður Karlsdóttir, Kolbrún Sigurðardóttir, Margrét Árnadóttir, Margrét Jónsdóttir, Ragna Ingimundar og Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir.

HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

+354 771 2200
www.honnunarmidstod.is
info@honnunarmidstod.is

Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars