Í þriðju línu Sif Benedictu X Brynja Skjaldar munu þær sameina krafta sína og koma með fatalínu til þess að fullkomna Sif Benedictu lúkkið.
Sif Benedicta leggur áherslu á “slow fashion” og vandaðar vörur framleiddar á Ítalíu og í Líbanon.
Sif Benedicta var stofnuð árið 2017 af fatahönnuðinum Halldóru Sif, fyrsta línan kom út sama ár og saman stóð af handtöskum, hálsmenum og slæðum.
Halldóra lagði mikla áherslu á gæði og sjálfbærni þegar kom að framleiðslunni. Allir hlutir eru framleiddir á Ítalíu og í Líbanon af litlum fjölskyldufyrirtækjum sem hún vinnur náið með.
Öll náttúruleg horn í hálsmenunum og handföngum eru endurunnin með sjálfbærni að leiðarljósi og á umhverfisvænan hátt. Allt afgangs efni framleiðslunar er síðan notað til þess að framleiða áburð til lífrænnar ræktunar.
Seinni lína Sif Benedictu kom út árið 2019 og þá bætti hún við vörurúrvalið sitt meðal annars hárspennum og eyrnalokkum.
Fyrir þriðju línu Sif Benedicta hefur Halldóra fengið Brynju Skjaldar til liðs við sig. Brynja Skjaldar menntaður fatahönnuður en hefur aðallega starfað sem stílisti og búningahönnuður síðastliðin ár. Hún hefur unnið mikið erlendis, meðal annars í New York og Los Angeles þar sem hún bjó og starfaði fyrir “ethical fashion” fyrirtækið EDUN.
Í þriðju línu Sif Benedicta sameina Halldóra og Brynja krafta sína, en nú munu flíkur bætast inn í vörulínuna sem munu fullkomna lúkkið hjá Sif Benedictu og ýta hönnuninni í nýjar áttir. Þær vilja finna jafnvægi á milli litagleði og fortíðarþrá og hinnar hefðbundnu klæðskeralistar og fáguninni sem henni fylgir. Í línunni er unnið með andstæður frá 70‘s rómantíska áratugnum og stífleikanum sem oft fylgir góðum hefðbundnum klæðskurði á flíkum.