Leiðsögn um hugmyndahús Grósku og Vísindagarða með Hrólfi Jónssyni, framkvæmdastjóri Vísindagarða.
Hrólfur mun stuttlega kynna Vísindagarða og hugmyndina á bak við Grósku. Hvernig Vísindagarðar og Háskóli Íslands vinna saman með eigendum Grósku að því að skapa suðupott nýsköpunar á Íslandi á Vísindagörðum og í Grósku.
Í Grósku er lögð höfuðáhersla á aðstæður til samskipta og tengsla, hvort sem það er innan hússins eða við fræðasamfélag háskólasvæðisins. Gróska er ekki skrifstofubygging heldur gróðrarstöð hugmynda, þar sem öflug fyrirtæki dafna við hlið nýrri sprota.
Vegna aðstæðna í samfélaginu þarf að skrá sig fyrirfram í leiðsögn. Hver skráning þarf að vera rekjanleg svo upplýsingar um nafn, síma og kennitölu þarf nauðsynlega að fylla út.