03–07.05.2023

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Upplýsingar
  • English

Hundrað hlutir sem við heyrðum

Vöruhönnun, Keramikhönnun
Þú ert að skoða viðburð frá árinu 2021.

Á hundrað bollum eru hundrað setningar, setningar sem við heyrðum útundan okkur í samtölum ókunnugra á kaffihúsi. Bollana sýnum við á kaffihúsi þar sem þessi samtöl hafa átt sér stað, þar sem er gott að tylla sér niður og leyfa sér forvitnast um hagi annarra með kaffi í bolla.

Á undanförnum misserum höfum við þurft að hlýða samkomutakmörkunum og lítið farið út af heimilinu. Það kemur okkur á óvart að sakna þess að heyra óvænt samtöl ókunnugra sem koma okkur annars ekkert við. Það að heyra brot úr samtali, krassandi slúður eða tilfinningaleg átök fólks á förnum vegi er eitt af því sem gefur lífinu lit. Verkefnið endurspeglar mætur okkar á þessum kima lífsins og birtist á hundrað kaffibollum með áletruðum brotum úr hundrað samtölum sem öll eiga sér stað á kaffihúsi. Að sýningunni stendur Studio allsber sem samanstendur af vöruhönnuðunum Agnesi Freyju Björnsdóttur, Sylvíu Dröfn Jónsdóttur og Silvíu Sif Ólafsdóttur. Sýningin verður haldin á Reykjavík Roasters, Kárastíg 1, og mun standa frá 19. – 23. maí með gjörningi á fimmtudeginum 20. maí og laugardeginum 22. maí.

HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

+354 771 2200
www.honnunarmidstod.is
info@honnunarmidstod.is

Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars