03–07.05.2023

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Upplýsingar
  • English

Hlutverk

Upplifunarhönnun, Vöruhönnun
Þú ert að skoða viðburð frá árinu 2021.

Sýningin Hlutverk fjallar um hvernig finna má hlutum sem hafa eða eru að missa hlutverk sitt í hversdagsleikanum nýtt hlutverk.

Dómnefnd á vegum Félags vöru-og iðnhönnuða valdi fjórtán hönnuði og hönnunarteymi til að vinna hugmynd að frumgerð að loknu opnu kalli. Afrakstur þriggja vikna hönnunarferlis verðursýndur í Ásmundarsal á HönnunarMars næstkomandi. Á meðan sýningunni stendur, eða þann 23. maí næstkomandi, verður blásið til uppboðs á frumgerðunum í húsakynnum Ásmundarsals, en allur ágóði rennur til hönnuða hugmyndanna.

Hönnuðir og hönnunarteymi eru eftirfarandi:
Ásgerður Ólafsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Kamilla Henriau
Guðný Sara Birgisdóttir
Emilíu Borgþórsdóttir og Þórunni Hannesdóttir
Hákon Bragason
Hrafnkell Birgisson
Hreinn Bernharðsson, Garðar Eyjólfsson
Jóhann Ingi Skúlason
Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir
Krot og Krass
Marta Róbertsdóttir
Plastplan
Studio Flétta
Rebekka Ashley
Rúna Thors

Gryfjan í Ásmundarsal verður lifandi vinnustofa frá 4.-9. maí þar sem gestum og gangandi er velkomið að heimsækja hönnuði sem vinna að sínum frumgerðum.

Nánari dagskrá af viðburðum tengdum sýningunni verður uppfærð í takt við samkomutakmarkanir. Einnig er hægt að fylgjast með ferli hönnuða á instagraminu @honnudir.

HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

+354 771 2200
www.honnunarmidstod.is
info@honnunarmidstod.is

Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars