H4 er fyrsta vörulína Studio Vikur sem frumsýnd er á hönnunarmars 2021.
Vikur hefur síðastliðin ár unnið að því að skapa og þróa vörulínu þar sem Heklu vikur er megin efniviðurinn.
Við lága brennslu á vikrinum umbreytist steinninn úr viðkvæmu efni í fast form og fær á sig aðra og heillandi brons litaða áferð. Með því að vinna steininn eins og dýrmætan skartgripa stein er þetta annars virðislitla efni sett á stall með því að nota hann i skartgripagerð. Ágústa Arnardóttir er Hönnuðurinn á bakvið Studio Vikur. Hún hefur bæði í námi og starfi unnið með útfærslu á efnum og mismunandi eiginleikum og er það hennar helsta ástríða. Hún starfar sem hönnuður í London en er með annan fótinn á Íslandi.
Vörulínan H4 verður sýnd í samstarfi við hönnunarverslun og sköpunarhús Míkadó í miðbæ Reykjavíkur undir áhrifum frá Íslandi, Japan og Skandinavíu þar sem fagurfræði, hönnun og prent mætast.