03–07.05.2023

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Upplýsingar
  • English

FÓLK 2021

Innanhússarkitektúr, Vöruhönnun
Þú ert að skoða viðburð frá árinu 2021.

Hönnunarmerkið FÓLK kynnir í nýju sýningarrými sínu vörulínur og verkefni í þróun auk þess að veita innsýn inn í hönnunarferli og hugmyndafræði merkisins. Hönnuðir FÓLKs eru Jón Helgi Hólmgeirsson, Ólína Rögnudóttir, Ragna Ragnarsdóttir, Studio Flétta, Theodóra Alfreðsdóttir og Tinna Gunnarsdóttir.

Hringrás hráefna er FÓLKi hugleikin og nýjustu vöruþróunarverkefni merkisins snúa að því að
endurnýta og endurvinna hráefni sem falla til hérlendis. Á sýningunni verða hráefnin sett í forgrunn ásamt þeirri hugmyndavinnu og nýsköpun sem átt hefur sér stað í samtali FÓLKs og samstarfshönnuða merkisins.
Samhliða sýningunni mun FÓLK opna Pop-Up verslun í sýningarrými sínu á Kolagötu, Hafnartorgi, og bjóða gestum að taka þátt í Hugmyndaspjalli við samstarfshönnuði og stofnanda merkisins, Rögnu Söru Jónsdóttur.
FÓLK er íslenskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2017 og leiðir saman hönnuði, hráefni og íslenskan iðnað með það að markmiði að stuðla að aukinni hringrás hráefna og nýsköpun í vöruhönnun.
Verkefnið er styrkt af Hönnunarsjóði og Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka.

HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

+354 771 2200
www.honnunarmidstod.is
info@honnunarmidstod.is

Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars