03–07.05.2023

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Upplýsingar
  • English

Efnasmiðjan; maus, vas og verðmæti

Vöruhönnun, Arkitektúr, Keramikhönnun
Þú ert að skoða viðburð frá árinu 2021.

Efnasmiðjan er vinnustofa Elínar S Harðardóttur og Ingu K Guðlaugsdóttur, vöruhönnuða. Þær glíma við hugmyndir um efni og aðferðir og hver áhrif þeirra eru á fólk og umhverfi. Viðfangsefni þeirra eru þróun á trefjaefni úr lúpínuplöntunni ásamt hönnun og framleiðslu á leirílátum til matargerðar.

Lúpína í nýju ljósi er hönnun á sterku umhverfisvænu trefjaefni, án utanaðkomandi bindi- eða aukaefna. Verkefnið er á þróunarstigi og kannaðar eru ýmsar leiðir í ferlinu. Varðveisla er vörulína með ílátum úr leir sem auðvelda súrkálsgerð. Aðferðir sem byggjast á hefðum eru færðar í nútíma hönnun.

HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

+354 771 2200
www.honnunarmidstod.is
info@honnunarmidstod.is

Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars