Arkio er nýtt íslenskt hönnunartól fyrir arkitektúr sem gerir notendum kleift að hanna saman borgarskipulag og byggingar í sýndarveruleika og hinum ýmsu snjalltækjum.
Með Arkio er í fyrsta skipti hægt að hanna og upplifa rými standandi inni í rýminu sjálfu í stað þess að horfa á þrívíddarlíkan á flötum tölvuskjá.
Á þessum viðburði munu gestir og gangandi geta fylgst með hönnuðum vinna saman í Arkio að nýjum hugmyndum að borgarskipulagi í rauntíma í sýndarveruleika og eins gefst færi á að taka þátt í hönnunarvinnunni sjálfri með aðstoð ýmissa snjalltækja, jafnvel fjarri sýningarstaðnum sjálfum!