Fatahönnuðurinn Anita Hirlekar mun kynna einstaka glerugnalínu hönnuð í samstarfi við Cutler and Gross í London. Línan er hönnuð fyrir konur og einkennist af sterkum persónleika, handverki og einstökum litasamsetningum.
Línan verður fáanleg í verslun KIOSK Granda.
Aníta Hirlekar útskrifaðist úr Central Saint Martins háskólanum í London 2014.
Litrík hönnun hennar einkennist af listrænum blómamunstur, hand bróderuðum flíkum og kvenlegum formum.
ANITA HIRLKEAR er sífellt að stækka við sig vöru úrvalið en við hefur bæst gleraugnalína hönnuð í samstarfi við Cutler and Gross og framleidd á Ítalíu úr hágæða efni.
Gleraugun eru handgerð, með sterkum áherslum á smáatriði og koma í þrem litasamsetningum sem eru einkennandi fyrir hönnun ANITA HIRLEKAR.