Nýja lína Hildar Yeoman ber nafnið Cheer up.
Línan er vísun í bjartari tíma, sól, sumar og gleði.
Við fögnum nýju línunni, sumrinu og Hönnunarmars með hönnunarhappadrætti og léttum veitingum í Yeoman við Skólavörðustígi 22B
Opnunarpartý er miðvikudaginn 24 júní kl 16-18
Þá bjóðum við upp á skemmtilega kaupauka þegar verslað er hjá okkur á meðan birgðir endast.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Hildur Yeoman útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands sem fatahönnuður vorið 2006. Hún hefur unnið hörðum höndum að uppbyggingu hönnunarheims síns undanfarin ár við góðan orðstír. Verslun hennar Yeoman á Skólavörðustíg 22B vann nýlega til Grapevine verðlauna sem besta fataverslun í Reykjavík.