Hönnunarmerkið FÓLK sýnir íslenska nútímahönnun í Rammagerðinni á Hönnunarmars 24.-28. júní.
Viðfangsefni Norður Norður er leitin að því hvað skilgreinir íslenska hönnun á nytjahlutum. Hefur umhverfið og lífstíllinn í norðri áhrif þar á?
Viðfangsefni Norður Norður er leitin að því hvað skilgreinir íslenska hönnun á nytjahlutum. Íslensk hönnun byggir, ólíkt nágrannaþjóðunum í Skandinavíu, ekki á aldagamalli arfleifð eða hefð, heldur tilraunum og nýsköpun þar sem sköpunarkraftinum eru engin takmörk sett. Í því samhengi er áhugavert að velta fyrir sér hvort umhverfið og lífstíllinn í norðri hafi áhrif þar á?
Fólk var stofnað 2017 til að vera stökkpallur fyrir íslenska hönnuði og þróun á vörum úr náttúrulegum og endurunnum hráefnum. Í dag gefur FÓLK út hönnun eftir þrjá íslenska hönnuði, þau Jón Helga Hólmgeirsson, Ólínu Rögnudóttu og Theodóru Alfreðsdóttur. Rammagerðin er ein elsta hönnunarverslun íslands, og hefur frá árinu 1940 gert íslenskri hönnun og handverki hátt undir höfði. Með sýningunni vonast Rammagerðin til næra og styðja enn frekar við íslenska hönnun.
Meðal efnis á sýningunni er íslensk nútímahönnun sem íslenskir hönnuðir hafa skapað fyrir heimili og vinnustaði úr íslenskum steini, endurunnu og náttúrulegu hráefni. Hægt er að kaupa alla hönnun, hvort sem hún er afhent á staðnum eða framleidd eftir pöntun. Það er von sýnenda að gestir sjái sér fært að rannsaka ásamt sýnendum einkenni íslenskrar nútímahönnunar og hvaða áhrif veðurfar, hráefni og lífsstíll norðursins hefur á hana.