24.–28.04.2024

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Upplýsingar
  • English

Flokk till you drop

Vöruhönnun, Fatahönnun, Textílhönnun
Þú ert að skoða viðburð frá árinu 2020.

„FLOKK TILL YOU DROP“ er ádeila á úrelta orðatiltækið
„shop till you drop“.
Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga og beina sjónum að því magni af fatnaði og öðrum textíl sem fólk gefur í Rauða Krossinn.

Hvað verður um þennan efnivið? Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr einu tonni? Er hægt að nýta hönnun til að auka virði hráefnisins? Þessar og fleiri spurningar ætlar hópurinn að takast á við meðan á verkefninu stendur.

Verkefnið er samstarfsverkefni Fatasöfnunar Rauða Krossins, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, og Textílmiðstö Íslands. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

+354 771 2200
www.honnunarmidstod.is
info@honnunarmidstod.is

Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars