19–23.05.2021

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Covid-19
  • English
Vöruhönnun, Grafísk hönnun

Bioplastic Skin

Þú ert að skoða viðburð frá árinu 2019.

Verkefnið Bioplastic Skin felst í því að búa til sérstakt umbúðaplast fyrir kjötvörur úr dýrahúðum. Aðalmarkmið verkefnisins er í raun tvíþætt, að vera náttúrulegt efni til að nota í staðinn fyrir mengandi plast og einnig að vera hugvekja fyrir almenning þegar kemur að kjötneyslu.

Bioplastic Skin felst í þróun á náttúrulegu efni sem líkist plasti (e. bioplastic) og unnið er úr dýrahúðum sem annars er fargað. Hið náttúrulega plast gæti komið í staðinn fyrir ólífrænar umbúðir og er sérstaklega hugsað fyrir kjötvörur. Verkefnið er annars vegar að búa til náttúrulegt efni sem kemur í stað mengandi plasts og hins vegar að skapa hugvekju fyrir almenning um að taka samfélagslega ábyrgð að fullnýta allt það efni sem verður til við kjötframleiðslu og gera það með eins vistvænum hætti og kostur er. Í verkinu felst einnig sá ljóðræni gjörningur að pakka dýrafurðum aftur í húð sína og framreiða þær þannig til almennings. Verkefnið er þar með hugmyndafræðilegt í eðli sínu og gengur út frá ákveðinni framtíðarsýn.
Verkefnið hlaut fyrstu verðlaun í flokki frumgerða (e.prototype) á frönsku hönnunarhátíðinni Forum Design de Paris.

HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

+354 771 2200
www.honnunarmidstod.is
info@honnunarmidstod.is

Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars