Húsgagnalína úr Íslenskum við verður frumsýnd í Ásmundarsal og samhliða verður gefin út samnefnd bók; Skógarnytjar. Verkefnið leggur grunn að nýrri viðarmenningu; sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu nýrrar auðlindar, og miðlar upplýsingum um framtíðar möguleika.
Skógarnytjar byggir á tveggja ára rannsóknar og þróunarvinnu unnin í samstarfi við alla helstu aðila í skógrækt á Íslandi. Kynnt verður til sögunnar húsgagnalína unnin úr íslenskum við, sem brúar bil á milli skógræktar og annars iðnaðar á landsvísu. Samnefnd bók, Skógarnytjar, leggur grunn að nýrri viðarmenningu; sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu nýrrar auðlindar, og miðlar upplýsingum um framtíðar möguleika.