19–23.05.2021

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Covid-19
  • English
Arkitektúr, Vöruhönnun, Fatahönnun, Textílhönnun, Upplifunarhönnun, Landslagsarkitektúr, Innanhússhönnun

Lífið á Mars: Hönnun nýs heims fyrir jarðarbúa

Þú ert að skoða viðburð frá árinu 2019.

Þegar við komum til Mars, hvar munum við búa? Hverju klæðumst við? Arkitektinn Michael Morris (SEArch+) og mannfræðingurinn Karl Aspelund (Háskólinn í Rhode Island), munu ræða samstarf þeirra við NASA og 100 Year Starship til að svara þeim spurningum. Stjórnandi: Rektor HR, Ari Kristinn Jónsson.

Umræður um hönnun og undirbúning fyrir geimferðir til Mars og annara pláneta.

Ræðumenn:

Arkitektinn Michael Morris, sem er meðstofnandi Space Exploration Architecture (SEArch+) sem hefur fengið styrki frá Nasa til að hanna hýbýli fyrir plánetuna Mars. Michael Morris kennir við 3 háskóla í Bandaríkjunum: Cooper Union, The New School – Parsons School of Design, og Pratt Institute

Hönnuðurinn og mannfræðingurinn Karl Aspelund, sem m.a. tekur þátt í 100 year Star Ship verkefninu, ásamt því að kenna við Rhode Island Háskóla og Háskóla Íslands.

Rektor Háskólans í Reykjavík Ari Kristinn Jónsson sem vann áður hjá NASA Ames Research Center og hlaut m.a. NASA Group Achivement Award fyrir vinnu sína við Mars Exploration Rover.

Að lokum verður boðið upp á spurningar úr sal.

Viðburðurinn er í boði Sendiráðs Bandaríkjanna og Háskólans í Reykjavík.

HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

+354 771 2200
www.honnunarmidstod.is
info@honnunarmidstod.is

Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars