Tvívíð tölvugrafík sem þróast yfir í þrívíð veggverk úr tré og textíl. Verkin ganga út á samspil fyrirfram ákveðinna forma og lita og bera engar vísanir eða merkingu. Verkin spruttu af þörfinni til að skapa eitthvað fallegt, óháð amstri hversdagsins, pólitík, tilfinningum, vinnu og veðrinu.
Til sýnis eru verk af sýningunni FORM eftir Heiðdísi Höllu Bjarnadóttur, grafískan hönnuð.
Verkin voru upphaflega tvívíð tölvugrafíkverk sem þróuðust yfir í þrívíð veggverk úr tré og textíl. Verkin ganga út á samspil fyrirfram ákveðinna forma og lita og bera engar vísanir, merkingu eða skilaboð. Verkin spruttu af þörf starfandi grafísks hönnuðar til að færa sig frá tölvunni og vinna líka með efnið í höndunum til að skapa eitthvað fallegt, óháð amstri hversdagsins, pólitík, tilfinningum, vinnu, uppeldisstörfum og veðrinu.