24.–28.04.2024

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Upplýsingar
  • English
Þú ert að skoða viðburð frá árinu 2019.

Eina leiðin er upp!

DesignTalks ráðstefnan markar upphaf HönnunarMars, uppskeruhátíðar hönnuða og arkitekta. DesignTalks 2019 varpar ljósi á hlutverk og áhrifamátt hönnunar á tímum stórfelldra breytinga í heiminum og leggur til að “eina leiðin sé upp!”

Viðfangsefni dagsins spanna vítt svið. Þar má nefna hönnun bygginga sem framleiða meiri orku en þær nota, brautryðjendabaráttu fyrir sjálfbærni í tískuheiminum, möguleikum og áskorunum stafrænna heima, hlutverki grafískrar hönnunar í nýliðnum pólitískum atburðarásum, vannýttum efnivið til búsetu á Mars og hönnun nýrra lífvera.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur DesignTalks 2019. Ráðstefnan er opnunarviðburður HönnunarMars, skipulagður af Hönnunarmiðstöð Íslands og dagskrárstjórn er í höndum Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur.

DesignTalks er ætlað að veita hönnuðum og arkitektum, áhrifafólki í samfélaginu, viðskiptum, stjórnvöldum og almenningi, innblástur til samstarfs og framfara.

 

DesignTalks er skipulagt af Hönnunarmiðstöð Íslands og styrkt af Arion banka og Reykjavíkurborg.

Silfurberg, Harpa

28.mars: 09:00–16:30
  • Bæta við í dagatal

Dyrnar opna kl.8.30. Kaffitár býður upp á kaffi.

Kaupa miða

Fyrirlesarar

Arkitektar meðeigendur Basalt arkitekta

Hrólfur Karl Cela og Marcos Zotes

Vöruhönnuður

Theodóra Alfreðsdóttir

Einn aðal eigandi Morris Sato Studio Architecture og SEArch+

Michael Morris

Listamaður og cyborg aktivisti

Moon Ribas

Grafískur hönnuður, stofnandi LucienneRoberts+ og meðstofnandi GraphicDesign&

Lucienne Roberts

Tísku- og lífstílssérfræðingur, Talking Textiles

Philip Fimmano

Hönnuður, Studio Brynjar & Veronika

Brynjar Sigurðarson

Fatahönnuður, aktivisti

Katharine Hamnett

Yfirhönnuður, Innanhúsarkitekt Snøhetta

Kristian Edwards

Listrænir stjórnendur, Space Popular

Lara Lesmes & Fredrik Hellberg

Dagskrárstjóri DesignTalks

Hlín Helga Guðlaugsdóttir

Kynnir

Búi Bjarmar Aðalsteinsson

Sviðshönnun

Helga Lilja Magnúsdóttir

Forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir

HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

+354 771 2200
www.honnunarmidstod.is
info@honnunarmidstod.is

Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars