19–23.05.2021

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Covid-19
  • English
Vöruhönnun

Design Diplomacy x Frakkland

Þú ert að skoða viðburð frá árinu 2019.

Marlene Huissoud (FR) gerir tilraunir með tómar silkiormapúpur og svart própolis við gerð mynstraðra listmuna sem líkja eftir mynstrum sem fyrirfinnast í náttúrunni. Valdís Steinarsdóttir (IS) frá @10 (fyrrum Studio Trippin) breytir hrosshúð í litríka hversdagshluti og hefur nýverið hannað umbúðir fyrir kjötvörur úr húð dýranna sjálfra sem brotnar niður í náttúrunni.

Þriðja árið í röð bjóða sendiherrar hönnuðum frá sínum heimalöndum að taka þátt í opnu samtali við íslenska kollega á HönnunarMars. Sendiherrarnir opna dyrnar að heimilum sínum og veita gestum einstakt tækifæri til þess að hitta hönnuði og sækja sér innblástur.

Hugmyndin er í eigu Hönnunarvikunnar í Helsinki, þar sem sérsniðin spurningaspjöld eru notuð til þess að hefja hönnunarmiðaða umræðu og kryfja til mergjar innblástur, daglega rútínu og vinnuferli hönnuða.

 

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ AÐGANGUR Á VIÐBURÐINN KREFST SKRÁNINGAR. SKRÁÐU ÞIG HÉR.

HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

+354 771 2200
www.honnunarmidstod.is
info@honnunarmidstod.is

Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars