Maria Korkeila (FI), sem áður vann fyrir Rick Owens og Saint Laurent, endurhugsar fagurfræði pönks og handverks og blandar saman höfugri áferð og hressum litum á djarfan og næman hátt. Arnar Már Jónsson (IS) er innblásinn af íþróttafatnaði og endurskapar nútímaleg föt úr nýstárlegum efnum fyrir fólkið í umhverfi sínu.
Þriðja árið í röð bjóða sendiherrar hönnuðum frá sínum heimalöndum að taka þátt í opnu samtali við íslenska kollega á HönnunarMars. Sendiherrarnir opna dyrnar að heimilum sínum og veita gestum einstakt tækifæri til þess að hitta hönnuði og sækja sér innblástur.
Hugmyndin er í eigu Hönnunarvikunnar í Helsinki, þar sem sérsniðin spurningaspjöld eru notuð til þess að hefja hönnunarmiðaða umræðu og kryfja til mergjar innblástur, daglega rútínu og vinnuferli hönnuða
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ AÐGANGUR Á VIÐBURÐINN KREFST SKRÁNINGAR. SKRÁÐU ÞIG HÉR