19–23.05.2021

DesignMarch

HönnunarMars

  • Heim
  • Um HönnunarMars
  • Covid-19
  • English
Fatahönnun

Design Diplomacy x Finnland

Þú ert að skoða viðburð frá árinu 2019.

Maria Korkeila (FI), sem áður vann fyrir Rick Owens og Saint Laurent, endurhugsar fagurfræði pönks og handverks og blandar saman höfugri áferð og hressum litum á djarfan og næman hátt. Arnar Már Jónsson (IS) er innblásinn af íþróttafatnaði og endurskapar nútímaleg föt úr nýstárlegum efnum fyrir fólkið í umhverfi sínu.

Þriðja árið í röð bjóða sendiherrar hönnuðum frá sínum heimalöndum að taka þátt í opnu samtali við íslenska kollega á HönnunarMars. Sendiherrarnir opna dyrnar að heimilum sínum og veita gestum einstakt tækifæri til þess að hitta hönnuði og sækja sér innblástur.

Hugmyndin er í eigu Hönnunarvikunnar í Helsinki, þar sem sérsniðin spurningaspjöld eru notuð til þess að hefja hönnunarmiðaða umræðu og kryfja til mergjar innblástur, daglega rútínu og vinnuferli hönnuða

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ AÐGANGUR Á VIÐBURÐINN KREFST SKRÁNINGAR. SKRÁÐU ÞIG HÉR

HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

+354 771 2200
www.honnunarmidstod.is
info@honnunarmidstod.is

Skráðu þig í skúbbklúbb HönnunarMars