• Forsíða
  • Dagskrá
  • Um HönnunarMars
  • English
Grafísk hönnun, Upplifunarhönnun

Blæti vol. III

Sýningastaður
Opnunartímar

    Þátttakendur
    • Erna Bergmann
    • Saga Sigurðardóttir

    Útgáfufögnuður 3. tölublaðs tímaritsins Blæti á Skelfiskmarkaðnum þann 28. mars kl. 20.00.

    Við fögnum útgáfu 3. tölublaðs tímaritsins Blæti.

    BLÆTI er íslenskt ljóðrænt tískutímarit stofnað árið 2016 af Sögu Sigurðardóttir ljósmyndara og Ernu Bergmann hönnuði og stílasta. Saman fara þær með listræna stjórnun og ritstjórn. Nýir hönnuðir tóku við 3. tölublaði tímaritsins, þau Arnar Freyr Guðmundsson og Birna Geirfinnsdóttir í verðlauna hönnunarteyminu Studio Studio.

    BLÆTI er tímarit um konur. Um karlmenn. Um tísku. Um fegurð. Um hið ófullkomna. Um líkamann. Um vonir. Um væntingar. Um gleði. Um sorg. Um söknuð. Um ást. Um minningar. Um þrá. Um miklu meira.

    Í tímaritinu mynda greinar, ljóð og hugleiðingar heild þar sem að orðið og hið sjónræna fléttast saman og skapa áferðarfallegt og eigulegt tímarit sem er stofustáss í sjálfu sér. Við skoðum fegurðina frá mismunandi sjónarhornum og brjótum upp staðalímynd hennar. BLÆTI fagnar ófullkomleikanum. Allt er fullkomlega ófullkomið. Það eru engar reglur.

    BLÆTI fangar tíðarandann. Þar mætast í einni hringiðu tískustraumar, ljósmyndin og orðið. Reykjavík eins og hún birtist einmitt núna.
    Í tímaritinu er lögð mikil áhersla á fagurfræði. Fegurð ljósmyndarinnar. Fegurð augnabliksins. Fegurð orðsins. Fegurð margbreytileikans.

    Tímaritið Blæti
    https://www.instagram.com/timaritidblaeti/

    HönnunarMars er skipulagður af Hönnunarmiðstöð Íslands

    Hönnunarmiðstöð Íslands
    Aðalstræti 2,
    101 Reykjavík

    +354 771 2200
    www.honnunarmidstod.is
    info@honnunarmidstod.is