DesignTalks
Alþjóðleg ráðstefna og lykilviðburður HönnunarMars.
DesignTalks varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga, á hlutverk og áhrifamátt hönnunar í samfélaginu en ólík þema einkenna dagskránna ár hvert.
Lykilviðburður HönnunarMars frá 2009 og hefur síðustu ár farið fram fyrir fullu húsi í Silfurbergi í Hörpu. DesignTalks veitir hönnuðum og arkitektum, áhrifafólki í samfélaginu, viðskiptum, stjórnvöldum og almenningi, innblástur til samstarfs og framfara.
Heill dagur fullur af innblæstri þar sem alþjóðlegir hönnuðir, arkitektar og aðrir skapandi hugsuðir koma saman. Harpa er eitt af frægustu kennileitum Reykjavíkur og byggingin hlaut hin eftirsóttu Mies van der Rohe verðlaunin.
Í gegnum árin hafa fjölmargir eftirsóttir fyrirlesarar komið fram. Þar má nefna arkitektinn Bjarke Ingels, fatahönnuðinn og aktívistann Katharine Hamnett, Winy Maas, arkitektinn Kristian Edwards frá Snøhetta, fatahönnuðinn Henrik Vibskov, Robert Wang sköpunarstjóra Google Creative Lab, Studio Swine, Calvin Klein, spáhönnuðinn Daisy Ginsberg, grafíska hönnuðinn Jonathan Barnbrook, Eley Kishimoto, Paul Bennett sköpunarstjóra IDEO, grafíska hönnuðinn Jessica Walsh, Sagmeister&Walsh, vöruhönnuðinn Ilkka Supponen, matarhönnuðinn Marti Guixé, Jersey Seymour, Anthony Dunne, Dunne & Raby, upplifunarhönnuði frá Marshmallow Laser Feast, Marije Vogelzang, Anders Lendager, arkitekt, Aamu Song og Johan Olin frá Company, Liam Young, Peter Veenstra, Natsai Audrey Chieza, Mihael Hendrix og marga fleiri.
DesignTalks 2024 fer fram í Hörpu miðvikudaginn 24. apríl.
Í fyrsta sinn árið 2022 var DesignTalks ráðstefnan sýnd í beinu streymi í samstarfi við hönnunarmiðilinn Dezeen og Íslandsstofu. Hér er hægt að horfa á streymið frá árunum 2022 og 2023, pt. 1 og pt. 2.
DesignTalks í gegnum árin :
2023
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009