More selected projects

Útgáfufagnaður neptún magazine - tölblað 04.

Helga B. Kjerúlf & Kolbrún Þóra Löve

neptun.is
kolbrunkolbrun

Sýningarstaður
Harbinger
Freyjugata 1
101 Reykjavík

Opnunarhóf
23.03 | 20:00

Opnunartímar
24.03 | 14:00 - 17:00
25.03 | 14:00 - 17:00
26.03 | 14:00 - 17:00

Hér kemur fjórða tölublað Neptún. Neptún er íslenskt tímarit sem fjallar um myndlist, hönnun og ýmis skyld fyrirbæri. Sjáumst í Harbinger !

Síðan að fyrsta tölublaðið kom út árið 2014 hefur neptún lagt áherslu á samtal við fólkið sem íslenska myndlistar- og hönnunarsenan samanstendur af. Hugmyndir fæðast ekki úr tómi og myndlistarlíf Íslands samanstendur ekki einungis af því fólki sem býr til listina, heldur einnig af samfélaginu sjálfu. Til þess að skilja listina til hlítar er því nauðsynlegt að horfa á samfélagið í heild, en gott er að hafa í huga að húmorinn getur gegnt mikilvægu hlutverki í því ferli að skilja heiminn í kringum okkur á gagnrýninn hátt. 
Neptún inniheldur viðtöl við margskonar skapandi einstaklinga. Sumir þeirra hafa mikla starfsreynslu á meðan aðrir eru rétt að byrja, en allir hafa það sameiginlegt að hafa áhugaverða sýn sem vert er að rýna í.

26.03. Sunnudagur kl. 15:00 - Spjall við ritstjóra

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/events/369923420059293/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]