More selected projects

Textílhönnun á frímerkjum

Samsýning

ornsmari
anitahirlekar
bryndisbolladottir
ragnafroda
vikprjonsdottir.com

Sýningarstaður
Epal
Skeifan 6
108 Reykjavík

Opnunarhóf
22.03 | 17:00 - 19:00

Opnunartímar
23.03 | 10:00 - 18:00
24.03 | 10:00 - 18:00
25.03 | 11:00 - 16:00
26.03 | 12:00 - 16:00

Þátttakendur
Örn Smári
Aníta Hirlekar
Bryndís Bolladóttir
Ragna Fróða
Vík Prjónsdóttir

Textílhönnun eftir Anítu Hirlekar, Bryndísi Bolladóttur, Rögnu Fróða og Vík Prjónsdóttur er viðfangsefni áttundu frímerkjaútgáfu Póstsins í seríunni Íslensk samtímahönnun. Frímerkin sem eru hönnuð af Erni Smára verða sýnd í stækkaðri mynd ásamt hlutunum sem prýða þau.

Áttunda sería íslenskrar samtímahönnunar fjallar um íslenska textílhönnun. Frímerkin sýna: flík úr vor/sumarlínu eftir Anítu Hirlekar, hljóðlausnina „Augu/kúlu“ eftir Bryndísi Bolladóttur, innanhússtextílinn „Fjallgarð“ eftir Rögn Fróða og „Verndarhendur“ eftir Vík Prjónsdóttur. Höfundar textílsins hafa hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningur fyrir hönnun sína heima og erlendis.
Frímerkin hannaði Örn Smári.

Aníta Hirlekar hannað textílinn „Vor/Sumar 2016“. Anita útskrifaðist með MA-gráðu í fata - hönnun 2014 frá Central Saint Martins listaháskólanum í London. Hugmyndafræði Anítu snýst um að sameina handverk og tískuvitund með einkennandi hætti. Hún var valin sem ein af fjórum mest framúrskarandi alþjóðlegum hönnuðum árið 2015 í Bretlandi. Aníta hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir hönnun sína.

Textílhönnun er þema áttundu frímerkjaraðarinnar sem tileinkuð er íslenskri samtímahönnun. Ragna Fróðadóttir hannaði innahústextílinn „Fjallgarð“. Ragna lærði fata- og textílhönnun í París og á Íslandi og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og styrki fyrir hönnun sína. Undanfarin ár vann Ragna í New York hjá einu þekktasta tískuspádómsfyrirtæki heims. Ragna býr núna á Íslandi og vinnur að eigin hönnun, auk þess sem hún er deildarstjóri Textíldeildar Myndlistarskólans í Reykjavík.

Bryndís Bolladóttir hannaði verkið „Auga/Kúla“ sem er hljóðlausn úr þæfðri ull. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 1999 og hefur sérhæft sig frá árinu 2009 í að byggja upp skúlptúrform sem jafnframt hafa notagildi og hefur í þeim tilgangi fengið alþjóðlegar vottanir fyrir hljóðdempandi virkni verka sinna. Bryndís hefur sýnt og selt verk sín til allra Norðurlandanna sem og fjölmargra Evrópulanda.

Vík Prjónsdóttir hannaði trefilinn „Verndarhönd“. Vík Prjónsdóttir er samstarfsverkefni hönnuða en markmið þess er að efla vöruþróun á sviði ullar- og prjónaiðnar. Hönnuðirnir heillast af sagnahefð og hegðun náttúrunnar. Þeir eru Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir. Fyrirtækið hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar og vörurnar verið sýndar á sýningum erlendis.

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/events/148126605706364/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]