More selected projects

kynnir BIÐSTOFA

Stúdíó HLÉ  

studiohle.com

Sýningarstaður
Ingólfstorg
101 Reykjavík

Opnunartímar
25.03 | 11:00 - 20:00
26.03 | 11:00 - 17:00

Þátttakendur
Dagmar Atladóttir
Ylona Supèr
Tónlist: Daníel Auðunsson
Tíska: Íris Sif Kristjánsdóttir 

 

HLÉ býður þér að koma og bíða: Við erum hér og tökum við fyrirspurnum og hjálpum þér eftir fremsta megni. Við bjóðum upp á afþreyingu og kaffi með því. Við bíðum eftir þér, njóttu. Það er smá bið.

Við bíðum hér, við erum að bíða eftir þér. Það gæti verið að þú sért einnig að bíða. Bíða eftir okkur, eftir honum, eftir henni, eftir lífinu sjálfu. Bíðandi eftir svari, eftir stefnu, eða bara í biðstöðu. Bíðandi, sitjandi í herbergi. Í þessu rými, í þessum gámi. Í þessum gámi sem er biðstofa. Fyrir þig.

Á meðan þú situr hér bíðandi, mun hugur þinn reika. Þú munt sjá hlutina sem eru í þessu rými. Eru þetta raunverulegir hlutir? Er þessi biðstofa raunveruleg? Ert þú orðinn partur af þessum hýper raunveruleika? Hvernig endaðir þú hér? Ert þú að bíða eftir einhverju eða einhverjum, eða áttir þú bara leið framhjá?

Þetta meikar engann sens. Þetta eru ekki einu sinni alvöru ávextir. Kannski finnst þér litirnir sem við völdum fyrir þig hryllilegir. Þetta rými með þessum hlutum og litum er furðulegt, sérstaklega með þessarri tónlist sem hljómar í bakgrunninum. Þú þekkir vel þessa hluti sem eru hér og átt jafnvel sögur tengdar sumum af þeim, sögur sem kveikja jafnvel á tilfinningum. Í þessu rými, í þessum gámi. En viltu það? Finnst þér þetta vera hönnun? Þetta minnir eiginlega meira á svið fyrir ljósmyndir eða kvikmyndatökur. Hvað hét myndin aftur..? Þessi um hótelið á fjallstindinum. Ég held að leikarinn Jude Law hafi leikið í henni. Þar sem hann er þarna í heita pottinum? Ég man bara að það var einhver heitur pottur og lyfta.

Allaveganna, ef maður hugsar út í það, er þetta þá ekki það sem maður gerir á hverjum degi? Skapar hýper raunveruleika, svona simulacra af táknum og hefðum sem hafa ekkert að gera með harðkjarna raunveruleikans lengur. Þú ert hér í gámnum. Bíðandi á gervi biðstofu. En þó varla gervi því hún er hér. Hún er til. Þessi biðstofa. En þú veist hvað ég meina. Við gerðum þessa biðstofu, þetta rými sem fellur í gjánna á milli heima. Þessi gjá sem er raunveruleiki en er þó óraunveruleiki. Raunveruleikinn sem þú þekkir og skáldskapurinn sem þú þekkir. Fáðu þér endilega sæti og láttu hugann reika, inn og út um raunveruleikann. Þú ert hvort sem er í biðstofunni. Njóttu þess bara, því það er hvort sem er smá bið.

 

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/events/659515514237535/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]