More selected projects

Shift: breyting á áherslu, stefnu eða fókus.

Shift 

Sýningarstaður
Gallerí Grótta
Eiðistorgi 11, 2.hæð
170 Reykjavík

Opnunarhóf
22.03 | 17:00 - 19:00

Opnunartímar
23.03 | 10:00 - 19:00
24.03 | 10:00 - 17:00
25.03 | 11:00 - 14:00

Þátttakendur 
Julia Smith
Hilary Grant 
Diggory Brown 
Eileen Gatt 
Yellow Broom
Agustav 
Doppelganger 
Guðný Hafsteins

Á þessari sýningu er stefnt saman fjölbreyttum verkum skoskra og íslenskra samtímahönnuða sem vinna í leir, tré, eðalmálma og textíl. Þeir hittast í fyrsta sinn á HönnunarMars, skiptast á hugmyndum og byrja þróunarvinnu fyrir áframhaldandi verkefni. Sýningarstjórar Carol Sinclair and Pamela Conacher

Shift er verkefni sem sprettur upp frá HönnunarMars. Þar kemur saman fjölbreyttur hópur skoskra og íslenskra hönnuða til að eiga samtal, kanna og veita innblástur. Í gegnum röð sýninga og viðburða í Skotlandi og á Íslandi munu hönnuðirnir fá tækifæri til að kynnast heimkynnum, umhverfi, hæfileikum, reynslu, efnisnotkun og tækni hvers annars. Þetta samstarfsverkefni er vettvangur fyrir ferskar hugmyndir, nýjar nálganir í skapandi framleiðslu, býr til tengingar við nýja markhópa og stuðlar að nánari tengslum milli landanna.

Sýningin SHIFT stendur til 22. apríl 2017

 

 

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="http://www.facebook.xom" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]