More selected projects

Samanbrjótanlegar sjúkrabörur

Hallas ehf.  

Sýningarstaður
Íslensku Alparnir
Ármúla 40
108 Reykjavík

Opnunartímar
23.03 | 10:00 - 18:00
24.03 | 10:00 - 18:00
25.03 | 11:00 - 16:00

 

Ný hönnun á sjúkrabörum sem eru hugsaðar til nota við mjög erfiðar aðstæður svo sem á fjöllum og/eða óbyggðum, við náttúruhamfarir eða aðra sjúkraflutninga þar sem þyrlur, fjallabílar og vélsleðar eru einu farartækin sem komast að slysstað. Sjúkrabörurnar eru vatns- og höggheldar og þær má auðveldlega brjóta saman eða stafla saman án þess að þær taki óþarfa pláss.

Áhugi fjallagarpa um hálendi Íslands hefur aukist jafnt og þétt. Hugmynd að sérhönnuðum sjúkrabörum kom vegna þess að fjallaiðkun fer fram í hvaða veðri sem er, allt árið um kring. Veðurskilyrði breytast oft án fyrirvara, fólk þreytist, hrasar eða örmagnast á göngum. Á örskömmum tíma er hætta á ofkælingu og þörfin fyrir fyrirferðalítinn flutningsbúnað mikilvægur. Sjúkrabörurnar taka lítið pláss í neyðarbílum, þyrlum og snjósleðum. Hægt er að koma þeim fyrir í bakpoka. Sjúkrabörurnar eru sérstaklega hannaðar með það í huga að vera hlíf utanum slasaða í flutningi og vörn fyrir sterkum vindi. Þær eru gerðar úr vatnsheldum segldúk, með stífri plötu í botni, vatnsheldri yfirbreiðslu og hentugum handföngum til flutnings.

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/events/1122282011230989/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]